Kjúklingabaunir með blómkáli og sveppum

Það er alltaf gott að eiga góðar grænmetisuppskriftir og hér er ein í safnið!

Blómkál er ein af uppáhalds grænmetistegundunum mínum og mér finnst alltaf jafn gott að kippa með mér einum blómkálshaus í búðinni og elda eitthvað gott úr honum. Blómkál er líka hitaeiningasnautt en ríkt af B og C vítamínum og öðrum snefilefnum. Kjúklingabaunirnar gefa svo prótín, trefjar og járn svo hér er komin holl og góð máltíð fyrir alla!

Þennan rétt má nota hvort sem er einan sem aðalrétt fyrir þá sem fíla kjötlausa máltíð, eða sem meðlæti með einhvers konar kjöti.

Kjúklingabaunir með blómkáli og sveppum
Kjúklingabaunir með blómkáli og sveppum

Kjúklingabaunir með blómkáli og sveppum

– fyrir 2 (3-4 sem meðlæti)

1 blómkálshaus
olía til steikingar
1 1/2 tsk túrmerik
1 tsk cumin
1/2 dl vatn
1/2 tsk cayenne pipar
1/2 tsk channa masala
130 g sveppir
1 rauðlaukur, skorinn í sneiðar
1 dós kjúklingabaunir (um 250 g)
2 msk ferskur kóríander, saxaður
2 msk fersk steinselja, söxuð
2 msk sítrónusafi
salt og pipar

aðferð

 1. Skerið blómkálið í bita.
 2. Hitið smá olíu á pönnu að meðalhita og hrærið túrmerik og cumin samanvið. Steikið blómkálið þar til það er farið að taka smá lit.
 3. Hellið vatninu út á pönnuna og eldið undir loki þar til blómkálið er farið að mýkjast (ca. 10 mínútur). Takið lokið af og látið vatnið sjóða af.
 4. Færið blómkálið á disk og leggið til hliðar.
 5. Bætið smá olíu á pönnuna og kryddið með cayenne pipar og channa masala.
 6. Steikið rauðlauk og sveppi þar til mjúkt.
 7. Hellið vökvanum af kjúklingabaununum og bætið þeim á pönnuna og eldið í 4-5 mínútur.
 8. Hrærið saman sítrónusafa, steinselju og kóríander og hrærið svo útá pönnuna. Saltið og piprið eftir smekk.
 9. Bætið blómkálinu aftur á pönnuna og hrærið öllu saman.

Tips og trikk

 • Berið fram með grófum grjónum (t.d. bygg, bulgur, hýðisgrjón), fersku salati og kaldri sósu.
 • Channa Masala er indversk kryddblanda sem ég veit að hefur fengist í Kosti.
Kjúklingabaunir með blómkáli og sveppum
Kjúklingabaunir með blómkáli og sveppum
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s