Súkkulaðibitakaka (hveiti- og sykurlaus)

Hvað ef ég segi ykkur að ég hafi bakað köku sem er ekki bara hveitilaus, heldur líka sykurlaus?!

Jább, mér finnst nefnilega að allir bakarar eigi að eiga að minnsta kosti eina uppskrift sem þeir geta skellt í fyrir ‘vandræðaliðið’, þið vitið, þessa sem eru á LKL eða búnir að kötta út allan sykur og sitthvað annað, sem er örugglega voða hollt og gott en gerir það stundum pínu vandræðalegt að mæta í afmælis- og aðrar veislur þar sem borðin svigna undan alls konar gúmmelaðishnallþórum. Þá er nú gott að geta smellt einni svona á borðið og slegið í gegn hjá heilsugúrúunum!

Þegar hveitinu er sleppt þarf auðvitað eitthvað annað að binda kökuna saman og hér eru það kjúklingabaunir sem gegna þessu gríðarmikilvæga hlutverki (mér finnst samt eitthvað svo fráhrindandi að kalla þetta kjúklingabaunaköku, miklu betra að leggja áherslu á að það er súkkulaði í henni!). Engar áhyggjur samt, kakan er með alveg ekta kökuáferð og það grunar engan að það séu baunir í henni fyrr en þið segið frá því! Í stað sykurs nota ég svo döðlur til að setja smá sætubragð í kökuna, annars væri þetta nú bara brauð. Ég nota egg í mína útgáfu en það er hægt að hafa kökuna eggjalausa og gera alls konar tilfæringar á henni svo jafnvel þeir allra kræsnustu ættu að geta fengið sér kökusneið án samviskubits, meira um það undir tips og trikk hérna fyrir neðan.

Hveiti- og sykurlaus súkkulaðibitakaka
Hveiti- og sykurlaus súkkulaðibitakaka

Súkkulaðibitakaka, hveiti- og sykurlaus

200 g döðlur
vatn (sjá aðferð fyrir magn)
450 g fulleldaðar kjúklingabaunir (ca. 2 dósir af niðursoðnum)
90 g haframjöl
2 egg
3 msk kókosolía
2 tsk vanilludropar
2 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
150 g dökkir súkkulaðibitar

aðferð

 1. Skerið döðlurnar gróft og setjið í skál.
 2. Hellið vatni í skálina svo það rétt fljóti yfir döðlurnar og látið standa í hálftíma.
 3. Hitið ofninn í 180°C.
 4. Maukið kjúklingabaunirnar í matvinnsluvél og setjið í stóra skál.
 5. Hellið vatninu af döðlunum og maukið þær líka í matvinnsluvél, setjið þær útí skálina með baununum.
 6. Bætið haframjöli, eggjum, kókosolíu, vanilludropum, lyftidufti og salti útí skálina og hrærið öllu saman með gaffli.
 7. Hrærið síðast súkkulaðibitunum samanvið.
 8. Hellið í smurt 23 cm springform og bakið í 30-35 mínútur.

Tips og trikk

 • Athugið vel að þó þetta sé ‘hollustu’kaka þá er hún auðvitað ekki algjörlega laus við kaloríur, þetta er engin galdrakaka (!) svo maður má ekkert missa sig og borða tvær sneiðar þegar maður hefði borðað eina af venjulegri köku. Ef miðað er við að kakan sé skorin í 10 sneiðar má reikna með ca. 400 kaloríum per sneið (en auðvitað eru þetta ‘betri’ kaloríur með fullt af próteini og vítamínum!)
 • Athugið líka að vegna þess að það er notað haframjöl er kakan ekki glúteinlaus. Það er þó hægt að fá glúteinlausa hafra í heilsuvöruverslunum og því einfalt mál að gera glúteinlausa útgáfu.
 • Til að gera eggjalausa útgáfu af kökunni er eggjunum skipt út fyrir 1 1/2 dl af ósætu eplamauki og 1/2 tsk natron.
 • Fyrir þá sem eru til í smá sykur og vilja hafa kökuna sætari er ég með tvær aðferðir. Annars vegar að gera kökuna sjálfa aðeins sætari með því að minnka magnið af döðlum í 150 g og bæta við 3 msk af púðursykri. Hins vegar má gera kókoskaramellusósu og hella yfir kökuna, til dæmis þessa hér (ath. að uppskriftin er á ensku).
 • Mér finnst þessi best volg með hálf-bráðnuðum súkkulaðibitum, ég mæli því með því að hún sé bökuð sama dag og á að bera hana fram.
Hveiti- og sykurlaus súkkulaðibitakaka
Hveiti- og sykurlaus súkkulaðibitakaka
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s