Ýsa í haframjölshjúp

Ég hef áður skrifað um hvað mér finnst hrikalega erfitt að finna góðan fisk hérna úti, þess vegna var það algjör himnasending þegar mamma kíkti í heimsókn til okkar um daginn með íslenskan fisk í farteskinu. Takk mamma!

Íslensk, sjófryst ýsa, það er hráefni sem klikkar ekki og ég ákvað að steikja fyrsta skammt í haframjölshjúpi. Það vita það nefnilega ekki allir en haframjöl er mjög góð tilbreyting frá venjulegu brauðraspi og það verður stökkt og djúsí við steikingu, alveg eins og þetta á að vera! Svosem ekkert meira um það að segja, ég er að hugsa um að láta þessa einföldu, en góðu uppskrift tala fyrir sig sjálfa…

Ýsa í haframjölshjúp
Ýsa í haframjölshjúp

Ýsa í haframjölshjúp

– fyrir 2

1 dl haframjöl
2 tsk paprikuduft
1/4 tsk cayenne pipar
salt og pipar eftir smekk

4-500 g ýsuflök, roð- og beinlaus

olía og smjör til steikingar

aðferð

  1. Blandið saman haframjöli, paprikudufti, cayenne pipar, salti og pipar í djúpan disk.
  2. Skerið ýsuflökin í góða bita og veltið upp úr haframjölinu.
  3. Hitið olíu og smjör á pönnu við góðan steikingarhita og steikið stykkin í 3-4 mínútur á hvorri hlið.

Tips og trikk

  • Ég nota ca. 2 msk af olíu og 15 g af smjöri til að steikja. Notið meira eða minna eftir smekk.
  • Mér finnst alltaf gott að hafa lauksmjör með sveppum með steiktum fiski.
  • Svona haframjölshjúp má alveg leika sér með og prófa önnur krydd eftir smekk.
  • Það má líka alveg nota þetta á aðrar fisktegundir, upphaflega fann ég þetta sem aðferð til að elda síld og þetta passar líka vel með silungi.

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s