Kjúklingasúpa með rauðu kókoskarrý

Hvað er betra á köldu haustkvöldi en að elda dásamlega góða súpu?!

Þessi er af tælenskum ættum en það er þó ekki hægt að segja að þetta sé tælensk uppskrift, því hún var bara gerð með því sem var til í skápunum hjá mér, svona svo það sé tekið fram! Þessi súpa er hreinn unaður til að koma smá hita í kroppinn, ég mæli með þessari hvort sem er í sumarbústaðaferð eða bara á góðu kvöldi heimafyrir.

Kjúklingasúpa með rauðu kókoskarrý
Kjúklingasúpa með rauðu kókoskarrý

Kjúklingasúpa með rauðu kókoskarrý

– fyrir 2

1 lítill laukur
2 hvítlauksrif
1/2 rauð paprika
1 tsk engifer, maukaður eða rifinn ferskur
1-2 msk rautt karrý
1 1/2 tsk kóríanderduft
1 dós kókosmjólk (400 ml)
500 ml soð (eða vatn og 1 teningur)
1 msk soyasósa
1/2 msk fiskisósa
2 kaffir lime lauf
300 g kjúklingur, skorinn í bita
8-10 sveppir

olía til steikingar (þó ekki ólífuolía)

ferskur kóríander (má sleppa
baunaspírur (má sleppa)

aðferð

  1. Skerið lauk, hvítlauk og papriku í þá stærð sem þið viljið og svissið í smá olíu í botninum á góðum potti við miðlungshita.
  2. Hrærið karrýmauki og kóríanderdufti útí og eldið þar til allt er mjúkt; 3-4 mínútur (á ekki að brúnast).
  3. Hellið kókosmjólk, soði, soyasósu og fiskisósu útí og látið suðuna koma upp.
  4. Bætið kjúklingi og kaffir lime laufum útí pottinn og látið sjóða við vægan hita undir loki í ca. 10 mínútur.
  5. Bætið sveppunum útí og látið sjóða í nokkrar mínútur án loks.
  6. Fjarlægið kaffir lime laufin!
  7. Setjið e.t.v. ferskan kóríander og baunaspírur útá hvern disk þegar súpan er borin fram. Kóríander gefur ferskt aukabragð og baunaspírurnar gefa smá ‘crunch’.

Tips og trikk

  • Það er mjög gott að nota kókosolíu í rétti sem nota kókosmjólk, það skerpir kókosbragðið.
  • Rautt karrý er í sterkari kantinum. Ef þið eruð ekki vön því að nota það í matargerð, byrjið þá á því að nota 1 msk, leyfið súpunni að sjóða aðeins og smakkið til að sjá hvort þið viljið hafa hana bragðmeiri.

 

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s