Snickerskaka

Til að taka af allan vafa; þetta er ekki hráfæðis Snickerskakan sem fór eins og eldur í sinu um internetið fyrir stuttu! Nei, þessi er eins djúsí og þær gerast og er ein af uppáhalds kökunum mínum til að setja á veisluborð eða bera fram sem eftirrétt.

Snickers hefur alltaf verið ofarlega á listanum yfir uppáhalds namið mitt, það er eitthvað svo ómótstæðilegt við þessa samblöndu af karamellu, hnetum og súkkulaði en ég get svo svarið það að þessi kaka er betri en súkkulaðið ef eitthvað er! Það segja mínir bragðlaukar allavega, hvað segja þínir?!

Snickerskaka
Snickerskaka

Snickerskaka

botn
200 g mjúkt smjör
325 g sykur
3 egg
215 g hveiti
1 tsk lyftiduft
200-250 g salthnetur

karamella
180 g sykur
5 msk sýróp
50 g smjör
1 dl rjómi
fræ úr 1 vanillustöng (eða 1 tsk vanilludropar)

hjúpur
75 g dökkt súkkulaði
75 g ljóst súkkulaði
1/3 dl rjómi

aðferð

botn

 1. Hitið ofninn í 200°C.
 2. Þeytið saman smjör og sykur.
 3. Bætið eggjunum útí, einu í einu og hrærið vel á milli.
 4. Hrærið saman hveiti og lyftiduft og blandið saman við rest.
 5. Setjið í smurt, 24cm springform, sléttið yfirborðið og dreifið salthnetunum yfir.
 6. Bakið í 35-40 mínútur, eða þar til tannstöngull kemur hreinn upp úr miðju.
 7. Látið kökuna standa í forminu og útbúið karamelluna:

karamella

 1. Bræðið sykur, sýróp og smjör saman í víðum potti þar til sykurinn er farinn að bráðna.
 2. Hrærið rjómanum og vanillunni samanvið og sjóðið þar til karamellan er farin að þykkna, ca. 2-3 mínútur (á ekki að verða alveg stíf).
 3. Hellið karamellunni yfir volga kökuna í forminu og látið kólna á borði eða í ísskáp þar til karamellan stífnar.

hjúpur

 1. Bræðið saman súkkulaði og rjóma.
 2. Takið kökuna úr forminu og færið á kökudisk.
 3. Hellið hjúpnum yfir kökuna og látið standa í kæli í minnst 3-4 klst áður en hún er borin fram.

Tips og trikk

 • Geymið kökuna í kæli ef hún klárast ekki í fyrstu umferð!
Snickerskaka
Snickerskaka
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s