Paccheri með spínatfyllingu

Ég er mjög hrifin af einfaldri og fljótlegri matargerð en stundum finnst mér líka ofboðslega gaman að nostra aðeins við matinn og dúlla mér í eldhúsinu í smástund (jafnvel með hvítvínsglas við hönd og góða tónlist í eyrunum!).

Uppskrift dagsins fer alveg pottþétt í nosturs-flokkinn. Hún tekur pínu tíma í undirbúningi og eldun en ég skal lofa ykkur því að ef þið þurfið að vinna ykkur inn prik hjá einhverjum sem fílar ítalska matargerð, þá er þessi alveg málið!

Paccheri með spínatfyllingu og kjúklingi í rjómasósu
Paccheri með spínatfyllingu og kjúklingi í rjómasósu

Paccheri með spínatfyllingu og kjúklingi í rjómasósu

– fyrir 2

8-10 paccheri rör

fylling
1 skallot laukur
120 g spínat (ferskt eða frosið)
30 g ristaðar furuhnetur
2 msk pestó
100 g kotasæla
1 eggjahvíta
salt og pipar eftir smekk
olía til steikingar

sósa
300 g kjúklingabringur eða -lundir
250 g kirsuberjatómatar
1 vænt hvítlauksrif (eða 2 lítil)
250 ml rjómi eða matreiðslurjómi
salt og pipar
olía og smjör til steikingar (1-2 msk olía og ca. 30 g smjör)

ferskur parmesan ostur
fersk steinselja, söxuð

aðferð

 1. Sjóðið paccheri rörin þar til þau eru mjúk en ekki alveg full elduð. Leggið til hliðar.
 2. Skerið skallotlauk og steikið í örlítilli olíu þar til hann fer að mýkjast.
 3. Setjið spínatið með á pönnuna, ath. að ef þið notið frosið þarf að þýða það og kreista mesta vökvann úr því áður en það fer á pönnuna. Eldið þar til spínatið er heitt og mjúkt.
 4. Saxið furuhneturnar gróft og steikið með í 1-2 mínútur, setjið þá spínatblönduna í skál.
 5. Hrærið pestó, kotasælu og eggjahvítu útí spínatblönduna, saltið og piprið eftir smekk.
 6. Fyllið paccheri rörin með spínatblöndunni og leggið þau í eldfast mót.
 7. Hitið ofninn í 190°C
 8. Hitið saman olíu og smjör á pönnu, skerið kjúklinginn í teninga og steikið við frekar háan hita þar til hann er eldaður í gegn.
 9. Setjið kjúklinginn á disk og leggið til hliðar.
 10. Skerið kirsuberjatómata og hvítlauk frekar smátt og setjið á heita pönnuna sem kjúklingurinn var á. Eldið þar til hvítlaukurinn fer að taka smá lit.
 11. Hellið rjómanum útá og kryddið með salti og pipar, setjið kjúklinginn aftur út á pönnuna og látið sjóða rólega í 1-2 mínútur.
 12. Hellið sósunni yfir pastarörin í eldfasta mótinu, setjið það inn í heitan ofninn og bakið í 20 mínútur.
 13. Takið mótið út, stráið fínt rifnum, ferskum parmesan og saxaðri steinselju yfir áður en rétturinn er borinn fram.

Tips og trikk

 • Berið fram með fersku salati og jafnvel hvítlauksbrauði.
 • Mér finnst paccheri rör vera alveg passlega stór fyrir fyllingu en að sjálfsögðu mætti líka nota cannelloni eða stórar pastaskeljar til að fylla.
 • Ég hef notað alls konar pestó í fyllinguna og alltaf er þetta jafn gott! Endilega notið bara það sem ykkur finnst best.
 • Til að fylla rörin sný ég þeim upp á rönd í eldfasta mótinu, nota teskeið til að moka fyllingunni ofaní og legg þau svo á hliðina þar sem þau eiga að vera.
 • Það kemur stundum fyrir að pastarörin rifna í suðu, ég elda yfirleitt aðeins fleiri en ég ætla að nota, bara svona til öryggis!
Paccheri með spínatfyllingu og kjúklingi í rjómasósu
Paccheri með spínatfyllingu og kjúklingi í rjómasósu
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s