Góðbitar – (jóla)konfektmolar

Jæja, eru ekki allir að komast í jólagírinn?!  Ég held að það sé kominn tími á að fara að birta konfekt og smáköku uppskriftir, ekki er ráð nema í tíma sé tekið og allt það 😉

Góðbitar
Góðbitar

Þessi uppskrift varð til eftir heimsókn til vinkonu minnar sem býr í Odense. Hún er ein af þeim sem birgir sig upp af alls konar góðgæti í Kosti og í síðustu heimsókn átti hún stóran dunk af einhverju sem mig minnir endilega að heiti ‘Macadamia Caramel Clusters’ og er sjúklega gott. Mér fannst auðvitað alveg hrikalegt að komast ekki í Kost og kaupa fjóra svona fyrir sjálfa mig svo ég ákvað að gera bara heimaútgáfu af þessu og hún er alveg jafn sjúklega góð og fyrirmyndin!

Þetta verður alveg pottþétt í jólaboxunum mínum þetta árið!

Choc1-9580
Góðbitar

Góðbitar

– 25-30 stk

200 g suðusúkkulaði
40 g kashew hnetur, ristaðar og saltaðar
40 g macadamia hnetur, ristaðar og saltaðar

karamella
45 g smjör
60 g sykur
1/2 dl rjómi
1 tsk vanilludropar
klípa af grófu salti (Maldon eða álíka)

aðferð

 1. Bræðið 100 g af suðusúkkulaðinu í örbylgjuofni eða yfir vatnsbaði.
 2. Hristið mesta saltið af kashew og macadamia hnetunum og saxið þær gróflega.
 3. Leggið smjörpappír á ofnplötu eða í botninn á stóru ofnmóti. Setjið súkkulaðið með teskeið í vænar doppur (ca. 1/2 tsk hver) á pappírinn með góðu millibili. Dreifið aðeins úr þeim með bakhliðinni á skeiðinni svo úr verði flatur hringur, ca. 2-3 cm í þvermál.
 4. Stráið 1/2-1 tsk af hnetum yfir hvern súkkulaðibotn áður en þeir harðna.
 5. Kælið þar til súkkulaðið er storknað.
 6. Útbúið karamelluna: hitið smjör og sykur saman í potti þar til sykurinn er bráðnaður.
 7. Hrærið rjómanum varlega útí ásamt vanilludropum og látið sjóða við vægan hita þar til blandan fer að þykkna aðeins.
 8. Hrærið saltklípuna samanvið og kælið.
 9. Setjið ca. tsk af karamellu ofan á hneturnar.
 10. Bræðið rest af suðusúkkulaðinu og hjúpið.
 11. Kælið þar til borið fram.

Tips og trikk

 • Geymist í kæli í uppundir mánuð.
 • Ef þið finnið ekki ristaðar og saltaðar hnetur má vel rista sjálfur á pönnu og sleppa saltinu.
Góðbitar
Góðbitar
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s