Kjúklingabringur í kryddaðri eplasósu

Réttur dagsins er alveg ekta vetrarpottréttur; einfalt hráefni en mikið bragð og er alveg frábær á köldum degi þegar það vantar smá hlýju í kroppinn innanfrá! Þennan gerði ég nýlega í nýja ‘dutch oven’ pottinum mínum, sem er stór og þungur steypujárnspottur, einstaklega hentugur til að elda alls konar vetrarsúpur, -pottrétti og -kássur. Hann verður mikið notaður á næstu mánuðum skal ég segja ykkur!

Potturinn góði
Potturinn góði

Kjúklingur í eplasósu hljómar kannski eins og eitthvað sem er ofursætt og smeðjulegt, en þannig er þessi alls ekki. Hér er aðalbragðtónninn fenginn úr Channa Masala kryddblöndunni en hún er ekki ósvipuð mildu karrýi og eplin setja bara punktinn yfir i-ið þegar kemur að sósunni. Þessi dásamlegi vetrarréttur sló allavega alveg rækilega í gegn í eldhúsinu mínu og er kominn í reglulega róteringu á mánaðarseðlunum!

Ég hef hingað til eldað þennan rétt á pönnu en það gerist bara eitthvað svo hrikalega djúsí í pottinum góða, allt sýður saman á svo undurmjúkan hátt og kjötið eldast alveg pörfekt í sósunni. Ég ætla því að mæla með því að nota svona pott (án efa besta eldhúsfjárfesting ársins á mínu heimili!) en leiðbeiningarnar gera líka ráð fyrir eldun á pönnu.

Kjúklingur í kryddaðri eplasósu
Kjúklingur í kryddaðri eplasósu

Kjúklingur í kryddaðri eplasósu

– fyrir 2

2 kjúklingabringur
2 tsk paprikuduft
2 tsk Best á allt kryddblanda (frá Pottagöldrum)
olía til steikingar

1/2 laukur
2 vorlaukar
1/4 hvítkálshaus (miðað við frekar lítinn haus, ca. 15 cm í þvermál)
1 (aðeins kúfuð) tsk Channa Masala kryddblanda (fæst í Kosti)
1 1/2 tsk tómatkraftur
1 msk maísmjöl
3 1/2 dl vökvi; kjúklingasoð eða vatn og 1/2 kjúklingateningur
1 hálfsúrt epli
1 stilkur sellerí
salt eftir smekk

aðferð

 1. Kryddið kjúklingabringurnar með paprikudufti og Bezt á allt blöndunni.
 2. Stekið kjúklingabringurnar í olíu í dutch oven potti eða á pönnu við frekar háan hita í ca. 3 mínútur á hvorri hlið þannig að þær brúnist vel.
 3. Leggið bringurnar til hliðar og lækkið hitann undir pottinum/pönnunni.
 4. Skerið laukinn í litla teninga, saxið vorlaukinn í sneiðar og skerið hvítkálið í þunna strimla. Steikið í pottinum/pönnunni ásamt Channa Masala þar til mjúkt (ekki brúnað)
 5. Bætið tómatkraftinum og maísmjölinu útí og hrærið vel.
 6. Hellið vökvanum útí og látið suðuna koma upp.
 7. Setjið kjúklingabringurnar aftur útí, lækkið hitann og látið sjóða rólega undir loki, ef eldað er í dutch oven í 1 1/2 – 2 klst, ef á pönnu þá í 20-30 mínútur.
 8. Afhýðið eplið, fjarlægið kjarnann og skerið í litla bita, skerið selleríið líka í litla bita.
 9. Setjið epli og sellerí útí pottinn eftir eldunartímann í lið 7 og eldið áfram í 15-20 mínútur með lokið á, smakkið til með salti.

Tips og trikk

 • Berið fram t.d. með hrísgrjónum, salati og e.t.v. brauði (hvítlauksbrauði eða naan).
 • Næst þegar ég elda þennan ætla ég að nota kjöthamar á þykkasta hlutann af bringunum, ég held að það geri það að verkum að kjötið eldist ennþá betur í sósunni!
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s