Blómkáls- og brokkólísúpa

Það eru grænmetisdagar um þessar mundir á heimilinu svo ekki láta ykkur bregða þó grænmetismáltíðir verði fyrirferðarmiklar á blogginu á næstunni, ég vona að ykkur finnist það jafnvel bara skemmtileg tilbreyting frá kjötmetinu!

Við ákváðum semsagt, ég og kjötætan mín, að í tvær vikur yrði ekki eldað neitt kjöt hérna á heimilinu. Kjötætan hefur kost á góðum hádegismat í vinnunni og er þess vegna alveg hress með þetta og skóflar í sig blómkáli, baunum og bulgur af bestu lyst! Mér finnst grænmetisfæði hrikalega gott svo ég er auðvitað hæstánægð með þessa tilhögun, þetta verður kannski bara fastur punktur í tilverunni, að taka svona lengri tímabil án kjöts. Það er þó kannski best að taka það fram, fyrir þá sem ekki þekkja vel til, að flest af því sem ég geri er svokallaður ‘vegetarian’ matur, þar sem ég nota stundum dýraafurðir á borð við mjólk, smjör og egg. Vegan matur notar ekkert hráefni sem kemur frá dýrum og því ekki alltaf hægt að nota mínar uppskriftir óbreyttar ef ætlunin er að elda fyrir vegan-grænmetisætu.

Þessi dásamlega súpa er eitt af því sem ég gerði í síðustu viku og ég ætla bara að segja það hér og nú, þetta er ein af mínum uppáhalds. Ég notaði stappaðar baunir til að þykkja hana aðeins, sem er hrikalega sniðug aðferð til að losna við hveitijafninginn og bæta smá próteini í matinn og svo er blómkál bara alveg einstaklega gott í súpu, svo þessi getur eiginlega bara ekki klikkað.

Blómkáls- og brokkólísúpa
Blómkáls- og brokkólísúpa

Blómkáls- og brokkólísúpa

– fyrir 3-4

1 laukur
2 hvítlauksrif
3 vorlaukar
50 g hvítkál
1/2 kjúklinga- eða grænmetisteningur
1 1/2 dós hvítar baunir (t.d. smjörbaunir eða cannellini baunir, ca. 350 g af elduðum baunum)
1 1/4 l vatn
2 stórar gulrætur
1 sellerístilkur
1/2 brokkólíhaus (180-230 g)
1/2 blómkálshaus (250-300 g)
2 1/2 dl matreiðslurjómi (má sleppa)
skvetta af sítrónusafa
salt og pipar eftir smekk
olía til steikingar

aðferð

  1. Skerið lauk, hvítlauk og vorlauk frekar smátt og hvítkálið í smástrimla. Hitið í botnfylli af olíu í góðum, víðum potti og steikið allt þar til laukurinn er mjúkur.
  2. Stappið baunirnar með gaffli og bætið útí pottinn. Setjið smá vatn með og hrærið rólega með písk þar til engir kekkir eru eftir.
  3. Hellið restinni af vatninu útí pottinn og setjið teninginn með, látið suðuna koma rólega upp.
  4. Skerið gulrætur og sellerí í frekar smáa bita og blómkál og brokkólí í frekar stóra bita. Bætið útí pottinn.
  5. Látið sjóða þar til blómkál og brokkólí hefur náð þeirri áferð sem þið viljið (almennt má miða við 15-20 mínútur af suðu).
  6. Bætið matreiðslurjómanum útí ásamt sítrónusafa og smakkið til með salti og pipar.

Tips og trikk

  • Ef þið sleppið rjómanum, setjið þá örlítið meira af vatni eða mjólk í staðinn, ca. 1 1/2 dl.
  • Í staðinn fyrir tening má gjarnan nota gott soð eða fljótandi kraft.
  • Magnið af blómkáli og brokkólíi fer eftir fjölda matargesta. Fyrir fjóra myndi ég nota hærri töluna í sviganum, fyrir þrjá þá lægri.

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s