Jólakonfekt: hnetusmjörsbitar og döðlumolar

Hnetubitar og döðlumolar
Hnetusmjörsbitar og döðlumolar

Ég á það til að fara aðeins yfirum í eldhúsinu fyrir jólin. Við erum náttúrulega bara tvö í heimili og förum yfirleitt ekki til Íslands um jól  svo það er kannski pínu yfirdrifið að gera 6 sortir af konfekti og 4 sortir af smákökum, eins og var gert í fyrra (plús auðvitað ís og eftirrétti)! Í ár er ætlunin að halda aðeins aftur af mér, það eru ‘bara’ komnar fjórar sortir af konfekti og tvær af smákökum á planið en það eru jú nokkrar vikur enn til jóla, það getur allt gerst!

Í dag ætla ég að deila með ykkur tveimur uppskriftum að konfektmolum sem passa vel í jólaskálarnar og eiginlega við hvaða tækifæri sem er. Báðar eru þær einfaldar og fljótlegar í undirbúningi og jafnvel fínar fyrir stálpuð börn að spreyta sig á (í umsjón fullorðinna, að sjálfsögðu).

Hnetusmjörsbitarnir eru upphaflega sænsk uppskrift (með lítilsháttar breytingum) sem hefur gengið eins og eldur í sinu á þarlendum matarbloggsíðum og kominn tími til að íslendingar kynnist þessari sykursætu dásemd, ef þið þekkið hana ekki nú þegar! Til að halda smá jafnvægi er hin uppskriftin, döðlumolarnir, algjörlega sykurlaus og hæf fyrir vegan grænmetisætur. Engar áhyggjur samt, þeir eru sjúklega góðir fyrir alla!

Hnetubitar
Hnetusmjörsbitar

Hnetusmjörsbitar

30 g smjör
90 g sykur
1 1/4 dl dökkt sýróp
210 g hnetusmjör
130 g Rice Krispies eða Coco Pops
100 g mjólkursúkkulaði
75 g dökkt súkkulaði
smjörklípa

aðferð

 1. Bræðið saman smjör, sykur og sýróp við vægan hita. Blandan á ekki að sjóða.
 2. Bætið hnetusmjörinu útí þegar sykurinn er bráðnaður og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
 3. Hrærið Rice Krispies eða Coco Pops útí.
 4. Klæðið ferkantað bökunarform með bökunarpappír (mitt form er 32x20cm) og hellið blöndunni í formið, jafnið vel út.
 5. Kælið í hálftíma.
 6. Bræðið saman mjólkursúkkulaði, suðusúkkulaði og smjörklípu. Hellið yfir hnetubotninn, dreifið vel úr og kælið þar til súkkulaðið er storknað.
 7. Skerið í bita.
Döðlumolar
Döðlumolar

Döðlumolar

180 g döðlur
80 g kókosolía
1 msk kakó
1 tsk vanilludropar
150 g dökkt súkkulaði
50 g hakkaðar möndlur
80 g kornflex, lítillega mulið

aðferð

 1. Saxið döðlurnar frekar smátt og leggið í bleyti í 1-2 tíma. Hellið vatninu af.
 2. Hitið kókosolíu í góðum potti, hrærið döðlum, kakódufti og vanilludropum samanvið og hrærið þar til döðlurnar eru farnar að renna aðeins út.
 3. Brjótið súkkulaðið í bita og bætið útí, hrærið þar til það er bráðnað.
 4. Takið pottinn af hitanum og hrærið möndlur og kornflex samanvið.
 5. Klæðið lítið, ferkantað mót (ég nota 20x20cm) með bökunarpappír og jafnið blöndunni í botninn á mótinu. Kælið í minnst klukkustund.
 6. Skerið í bita og geymið í kæli.

Tips og trikk

 • Venjulegt kornflex er auðvitað stútfullt af viðbættum sykri og það má svosem alveg nota það en það fæst lífrænt, sykurlaust kornflex í flestum heilsuvöruverslunum, svona til að halda í sykurleysið.
 • Í hnetusmjörsbitana hef ég notað ‘creamy’ hnetusmjör en það er alveg eins hægt að nota ‘crunchy’ og fá smá extra bragð í bitana.
 • Ef maður er til í smá handavinnu má líka alveg setja konfektblöndurnar í lítil ál- eða pappírsform og kæla það þannig.
 • Döðlumolarnir eru langbestir beint úr kæli, þeir klístrast aðeins þegar þeir eru búnir að standa á borði í smástund.
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s