Hnetusteik

Ég held að það hafi verið jólin 2005 sem ég bar fram hnetusteik í fyrsta skipti á aðfangadagskvöld. Ég hafði fengið slump-uppskrift frá systur vinkonu minnar en einhverra hluta vegna hafði ég ekki fyrir því að prufukeyra steikina fyrir jól og finna út rétt hlutföll fyrir mig svo ég stóð í eldhúsinu hjá bróður mínum … Meira Hnetusteik

Hafrasmellir

Ef eitthvað er jólahefð á mínu heimili þá eru það þessar kökur! Upprunalega uppskriftin að hafrakökunum sjálfum kemur að mig minnir úr einum af fyrstu Nóa-Síríus jólabæklingunum en ég man ekki lengur hvenær eða hvernig það kom til að bæta kreminu á milli. Enda skiptir það svosem ekki máli, aðalatriðið er að hugmyndin varð til, … Meira Hafrasmellir

Kalkúnabringa með portobello og pekan fyllingu

Jólin eru handan við hornið og því kominn tími til að huga að jóla- og jafnvel áramótamatnum! Jólin eru hjá flestum í nokkuð föstum skorðum hvað varðar siði og venjur en sumir vilja alltaf eitthvað nýtt, aðrir eru kannski að leita að nýjum hefðum eða jafnvel byrja að halda sín eigin jól á eigin forsendum. … Meira Kalkúnabringa með portobello og pekan fyllingu

Daimdúllur

Ef ég myndi bara baka eina smákökusort fyrir jólin yrðu það alveg pottþétt þessar. Eða kannski hugsanlega hafrasmellirnir sem ég ætla að smella inn í næstu viku.. Æ ég þyrfti kannski að hugsa mig um í smástund til að taka endanlega ákvörðun en það sem ég meina er allavega að þessar smákökur eru svolítið sjúklega … Meira Daimdúllur

Chili sin Carne

Mér finnst hálfgert svindl að chili plöntur skuli vaxa suður við miðbaug og þar um kring, ef það er eitthvað sem forfeður okkar hefðu þurft á að halda í vetrarkuldunum hérna norðanmegin á plánetunni er það einmitt gott chili! Sem betur fer býður nútíminn upp á mun fjölbreyttara fæðuúrval og mataræði, og gott chili, hvort … Meira Chili sin Carne