Chili sin Carne

Mér finnst hálfgert svindl að chili plöntur skuli vaxa suður við miðbaug og þar um kring, ef það er eitthvað sem forfeður okkar hefðu þurft á að halda í vetrarkuldunum hérna norðanmegin á plánetunni er það einmitt gott chili! Sem betur fer býður nútíminn upp á mun fjölbreyttara fæðuúrval og mataræði, og gott chili, hvort sem er með kjöti eða án, er eitt af því sem mér finnst virkilega gaman að hafa lært að elda.

Það er nú reyndar með þennan rétt eins og suma aðra, að það skiptir ekki alveg öllu máli þótt það sé ekki alveg allt til sem uppskriftin segir til um, eða hvort maður bæti einhverju grænmeti við sem finnst í skápunum, hann tekur lengi við. Útgáfan sem birtist hérna er þó að mínu mati góð grunnuppskrift og ætti að hæfa öllum.

Chili sin Carne
Chili sin Carne

Chili sin Carne

– fyrir 3-4

1 laukur
3 hvítlauksrif
1 sellerístilkur
1 1/2 paprika
1/2 grænn chilipipar
2 tsk oregano
1 tsk basil
1 tsk cumin
1/2 tsk cayenne pipar
1/4 tsk chiliduft
4 gulrætur
1 zucchini
350 ml hakkaðir tómatar
1 1/2 dl vatn
70 g strengjabaunir
1 dós nýrnabaunir
1 dós hvítar baunir
1 lítil dós maísbaunir
salt eftir smekk
rifinn ostur
ferskur kóríander
vorlaukur

aðferð

  1. Saxið lauk, hvítlauk, sellerí, papriku og chilipipar og steikið í smá olíu í góðum potti. Kryddið með oregano, basil, cumin, cayenne pipar og chilidufti þegar laukurinn er farinn að mýkjast.
  2. Skerið annað grænmeti gróft og bætið útí pottinn.
  3. Hellið hökkuðum tómötum og vatni útí og látið sjóða rólega í 10 mínútur.
  4. Bætið strengjabaunum, nýrnabaunum, hvítum baunum og maísbaunum útí og látið sjóða í 10-15 mínútur til viðbótar.
  5. Smakkið til með salti undir lokin.
  6. Saxið ferskan kórander og vorlauk og stráið yfir ásamt rifnum osti þegar borið er fram.

Tips og trikk

  • Til að gera chiliið mildara er best að fræhreinsa chilipiparinn, það má líka alveg sleppa honum og fá hitann eingöngu úr cayennepipar og chilidufti.
  • Berið fram með hrísgrjónum, sýrðum rjóma og fersku avocado eða guacamole.

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s