Daimdúllur

Ef ég myndi bara baka eina smákökusort fyrir jólin yrðu það alveg pottþétt þessar. Eða kannski hugsanlega hafrasmellirnir sem ég ætla að smella inn í næstu viku.. Æ ég þyrfti kannski að hugsa mig um í smástund til að taka endanlega ákvörðun en það sem ég meina er allavega að þessar smákökur eru svolítið sjúklega mikið góðar! Ef þið eruð að leita að nýrri uppskrift í ár þá endilega prófið þessa.

Ég fíla nefnilega smákökur sem eru mjúkar og pínu chewy og þessar eru akkúrat þannig, enda stútfullar af karamellu og súkkulaði. Ég gerði þær fyrst fyrir jólin 2012 og á þessum stutta tíma eru þær orðnar algjörlega ómissandi fyrir jólin og með heita súkkulaðinu á jóladag, ekki spurning að þessar eiga eftir að vera með mér um ókomin ár!

Daimdúllur
Daimdúllur

Daimdúllur

– 40-50 stk

120 g mjúkt smjör
55 g sykur
55 g púðursykur
1 egg
1 tsk vanilludropar
155 g hveiti
1/2 tsk salt
1/4 tsk natron
1/4 tsk lyftiduft
110 g Daim
100 g dökkir súkkulaðibitar
50 g hakkaðar möndlur (má sleppa)

aðferð

  1. Hitið ofninn í 180°C
  2. Þeytið saman smjör, sykur og púðursykur.
  3. Hrærið egg og vanilludropa samanvið.
  4. Blandið þurrefnunum útí skálina.
  5. Malið Daim frekar fínt í matvinnsluvél og hrærið útí deigið ásamt súkkulaðibitum og möndlum.
  6. Setjið deigið með teskeið á plötu klædda með bökunarpappír, hafið gott bil á milli því kökurnar renna út!
  7. Bakið í 10-13 mínútur, eða þar til brúnirnar eru farnar að taka smá lit.

Tips og trikk

  • Bökunartíminn getur verið misjafn eftir ofnum og hversu stórar þið hafið kökurnar. Fylgist vel og takið tímann á fyrstu plötu og takið hana út þegar brúnirnar fara að taka lit (því lengur sem þær eru inni í ofninum, því stökkari verða þær).
  • Ég nota litlu Daim stykkin í kökurnar, mér finnst þau hafa betra hlutfall af karamellu á móti súkkulaði en þau stóru!
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s