Karamellur með kaffifyllingu

Mér finnst alveg nauðsynlegt að hafa jafnvægi í molunum, nú er ég búin að gera fullt af crunchy og crispy dóti og kominn tími á mjúkar karamellur sem bókstaflega bráðna í munninum, dísætar og dásamlegar!

Karamellur með kaffifyllingu
Karamellur með kaffifyllingu

Karamellur geta alveg virst flóknar en það er samt engin ástæða til að spreyta sig ekki á þeim. Að fá þessar góðar snýst að mestu leyti um að sjóða karamelluna ekki of stutt því þá verður hún of mjúk til að vinna með hana. Að sama skapi má ekki sjóða karamellur of lengi því þá verða þær of harðar. Þessi uppskrift notar reyndar niðursoðna mjólk sem mýkir blönduna og gerir það að verkum að það má frekar sjóða hana aðeins of lengi án þess að það hafi teljandi áhrif, svo ef þú ert í vafa skaltu gefa henni mínútu í viðbót!

Svo er bara að bera fram fyrir gesti og gangandi og bíða eftir að hrósin velti inn. Makkintoss hvað?!

Karamellur með kaffifyllingu
Karamellur með kaffifyllingu

Karamellur með kaffifyllingu

– ca. 40 stk

karamellur
55 g smjör
115 g sykur
75 g púðursykur
3 msk dökkt sýróp
1 1/4 dl niðursoðin mjólk (condensed milk)
1-2 tsk vanilludropar

fylling
100 g dökkt súkkulaði
20 g smjör
1/2 dl rjómi
2-3 tsk instant kaffiduft

200 g súkkulaði til að hjúpa (ljóst eða dökkt)
örlítið af ljósu eða hvítu súkkulaði (má sleppa)

aðferð

 1. Setjið allt sem þarf í karamelluna í góðan pott.
 2. Látið suðuna koma upp og sjóðið við lágan hita í 6-8 mínútur. Hrærið vel í á meðan, karamellan er tilbúin þegar dropi heldur lögun sinni í köldu vatni.
 3. Klæðið ferkantað form (25x25cm eða álíka) með bökunarpappír og hellið karamellunni í það. Kælið.
 4. Útbúið fyllinguna: Bræðið allt saman yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni. Hrærið vel og kælið.
 5. Setjið saman: Skerið (kalda) karamelluna í litla bita (erfitt að tala um stærðir en ca. 8-10 gr pr. bita).
 6. Fletjið hvern bita aðeins út með fingrunum, setjið smá af fyllingunni (ca. 1/4 tsk) á hvern þeirra (mynd 1).
 7. Brettið kantana yfir fyllinguna (mynd 2), leggið karamelluna með samskeytin niður í lófann og rúllið í litla kúlu (mynd 3).
 8. Setjið á bretti klætt með bökunarpappír og kælið.
 9. Bræðið súkkulaði og hjúpið hverja karamellu. Hafið snör handtök því súkkulaðið hitar karamellurnar og þær geta lekið aðeins út!
 10. Skreytið e.t.v. með ljósu eða hvítu súkkulaði.

Karamellur-

Tips og trikk

 • Ég þrýsti aðeins ofan á kúlurnar áður en ég hjúpa þær svo þær verða aðeins flatari.
 • Það má alveg prófa sig áfram með bragð í fyllinguna, t.d. væri hægt að hafa núggatmola eða lítinn sykurpúða í staðinn fyrir súkkulaðifyllingu! Það má líka mögulega nota uppáhalds trufflufyllinguna.
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s