Eggaldin með linsubaunafyllingu

Jæja, þá er bara kominn janúar og enn eitt árið skollið á okkur, takk fyrir það gamla!

Það eru örugglega mörg ykkar farin að hella ykkur af krafti út í áramótaheitin og örugglega nokkur sem ætla að vera dugleg að mæta í ræktina og taka á mataræði. Eitt af því sem getur verið sniðugt fyrir þá sem vilja prófa nýjar áherslur í mataræði er að gera einn dag í viku (eða aðra hverja viku) kjötlausan og prófa sig áfram með grænmetis- og baunarétti. Það er allavega ekkert slæmt við það að borða aðeins meira grænmeti og læra aðeins betur inn á bragðsamsetningar sem snúast ekki um að passa með kjöti! Það fer þó alltaf eftir næringarþörf og smekk hvers og eins hversu langt maður vill taka þetta; sumir vilja nota grænmetisrétti sem frumlegt og öðruvísi meðlæti með kjöti og það er ekkert að því en þeir grænmetisréttir sem ég geri standa fullkomlega vel einir og sér og ættu að henta þeim sem vilja sleppa kjötinu alfarið.

Uppskrift dagsins er tiltölulega einföld en tekur þó smá tíma í undirbúningi. Hún inniheldur linsubaunir, sem eru prótein- og járnríkar og halda máltíðinni í góðu jafnvægi, næringarlega séð, þó það sé ekkert kjöt á disknum!

Eggaldin með linsubaunafyllingu
Eggaldin með linsubaunafyllingu

Eggaldin með linsubaunafyllingu

– fyrir 4

1 dl ósoðnar grænar linsubaunir
50 g hvítkál
3 dl vatn
2 eggaldin
1/2 kúrbítur
1 laukur
2 hvítlauksrif
1 tsk engifer, rifinn ferskur eða maukaður úr krukku
2-3 tsk channa masala (kryddblanda)
1 tsk túrmerik
1/4 tsk kanill
klípa af kardimommudufti (má sleppa)
2-3 lúkufyllir ferskt spínat
2 tómatar
gróft flögusalt (t.d. Maldon)
1 dl rifinn ostur
olía til steikingar og penslunar

aðferð

 1. Setjið linsubaunir í pott ásamt smátt söxuðu hvítkáli og vatni, látið suðuna koma upp hratt, lækkið þá niður og látið sjóða þar til linsurnar eru tilbúnar (20-25 mínútur).
 2. Skerið eggaldinin í tvennt langsum og fjarlægið innvolsið, skiljið þó eftir ca. 1/2 – 1 cm við brúnirnar. Skerið innvolsið í litla bita.
 3. Afhýðið kúrbítinn og skerið í litla bita.
 4. Saxið lauk og hvítlauk smátt og steikið á pönnu ásamt engifer og eggaldin- og kúrbítsbitunum. Kryddið með channa masala, túrmerik, kanil og kardimommu og steikið þar til laukurinn er farinn að brúnast aðeins.
 5. Saxið spínatið gróflega og hrærið út á pönnuna þar til það er mjúkt.
 6. Skerið tómatana í bita og bætið á pönnuna ásamt linsubaununum (sigtið allan vökva frá baununum ef eitthvað er eftir). Hrærið öllu vel saman.
 7. Setjið eggaldinahelmingana í eldfast mót, penslið með olíu og stráið klípu af grófu flögusalti í hvern þeirra.
 8. Setjið 1/4 af linsubaunablöndunni í hvern helming, stráið osti yfir og bakið við 180°C í 30 mínútur.

Tips og trikk

 • Það eru til nokkrar tegundir af linsubaunum sem hafa mismunandi eiginleika og áferð. Í þennan rétt er best að nota grænar, ef þær eru ekki fáanlegar má nota brúnar en ég mæli ekki með því að nota rauðar (þær maukast meira við suðu og henta betur í súpur og pottrétti)
 • Channa Masala kryddblandan hefur fengist í Kosti en ef hún er ekki fáanleg má nota 1-2 tsk af mildu karrý í staðinn.
 • Ef eggaldininahelmingarnir rúlla til í mótinu er hægt að skera þunna flís neðan af þeim (passa vel að það komi ekki gat) til að þeir standi betur.
 • Berið t.d. fram með grófum grjónum, grænu salati og kaldri sósu.
Eggaldin með linsubaunafyllingu
Eggaldin með linsubaunafyllingu
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s