Kjúklingur í rjómaostasósu

Þegar manni finnst gaman að dunda sér í eldhúsinu fylgir því auðvitað að maður skoðar endalaust mikið af matreiðslubókum og bloggum, bæði til að prófa spennandi uppskriftir og líka til að fá innblástur og hugmyndir.

Þannig var það til dæmis með uppskrift dagsins, hún varð eiginlega til út frá uppskrift á áhugaverðu bloggi sem heitir Eldhúsperlur. Sú upprunalega er reyndar alveg svakalega góð og ég mæli alveg með því að þið prófið hana (sjá hér) en einn góðan veðurdag átti ég kryddaðan rjómaost og fullt af brokkólí og var að vesenast með hvað ég gæti gert úr þessu. Kjúklingarétturinn góði kom upp í hugann og ég ákvað að nýta þetta í svipaðan rétt en bæta aðeins í hann og breyta bragði og hlutföllum á minn hátt. Vonandi er Helena sem heldur úti Eldhúsperlu-blogginu sátt við þessa endurnýtingu á uppskriftinni!

Kjúklingur í rjómaostasósu
Kjúklingur í rjómaostasósu

Kjúklingur í rjómaostasósu

– fyrir ca. 2

2 kjúklingabringur
salt + pipar

70 g rifinn ostur

3 stilkar vorlaukur
1/2 græn paprika
1 (lítill) stilkur sellerí
2-3 hvítlauksrif
2 tsk majoram
2 tsk timjan
200 g brokkólí
50 g spínat (ferskt eða frosið)
50 g strengjabaunir (ferskar eða frosnar)
1/2 kjúklingateningur
4 msk sýrður rjómi
125 g rjómaostur með kryddblöndu
2 dl rjómi (eða matreiðslurjómi)
salt og pipar eftir smekk

olía til steikingar

aðferð

  1. Skerið kjúklinginn í bita, kryddið með salti og pipar og steikið á pönnu á frekar háum hita. Setjið kjúklinginn í eldfast mót, stráið ostinum yfir og leggið til hliðar.
  2. Skerið vorlauk, papriku, sellerí og hvítlauk frekar smátt og steikið á pönnunni þar til það fer að brúnast aðeins, kryddið með majoram og timjan.
  3. Skerið brokkólíið í bita og steikið með á pönnunni ásamt spínati og strengjabaunum (ef notað er frosið spínat, látið það þiðna áður og kreistið mesta vatnið úr því).
  4. Myljið kjúklingateninginn útá pönnuna og hrærið rjómaosti, sýrðum rjóma og (matreiðslu)rjóma samanvið allt saman.
  5. Látið suðuna koma upp og smakkið til með salti og pipar.
  6. Hellið sósunni yfir kjúklinginn í eldfasta mótinu og eldið í ofni við 200°C í 15-20 mínútur.

Tips og trikk

  • Nú er ég ekki alveg viss um hvort hann fæst á Íslandi, en ég mæli með danska Buko Pikant rjómaostinum í þennan. Ef hann finnst ekki þá er MS rjómaostur með kryddblöndu alveg ágætis staðgengill.
Kjúklingur í rjómaostasósu, tilbúinn í ofninn!
Kjúklingur í rjómaostasósu, tilbúinn í ofninn!
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s