Fiskur í súpersósu

Eitt af því sem mér fannst allra best í matinn í ‘gamla daga’ var þegar mamma gerði fiskrétt í ofni. Eftir að ég fór svo sjálf að halda heimili er þetta ennþá ein af uppáhalds aðferðunum til að elda fisk, ekki síst vegna þess hversu auðvelt það er að gera góðan mat úr einföldu hráefni.

Klassíkin er auðvitað fiskur í karrýsósu en í gegnum árin hef ég prófað mig áfram með nokkrar mismunandi uppskriftir og þessi er alveg í sérflokki, þó ég segi sjálf frá! Hún þróaðist út frá allt öðru sem ég var að gera í eldhúsinu en allt í einu var ég farin að búa til fiskrétt í huganum! Þannig er það líka með góðar hugmyndir; þær koma þegar og þar sem þeim er ætlað. Það er ekkert svo langt síðan ég gerði þessa sósu í fyrsta skipti en hún er komin í reglulega róteringu á matseðlinum og stendur sko alltaf fyrir sínu.

Fiskur í súpersósu
Fiskur í súpersósu

Fiskur í súpersósu

– fyrir 2-3

sósa
500 ml súrmjólk
1/2 dl mæjónes
1/2 dl rjómi (má sleppa)
2 tsk basil
1 1/2 tsk oregano
1 tsk laukduft
1/2 tsk gróft salt (t.d. Maldon eða Saltverk)
3 hvítlauksrif, pressuð
safi úr 1/2 sítrónu
2 msk tómatkraftur

2 dl hrísgrjón (ósoðin)
1 kúrbítur
1 rauð paprika
3-400 g hvítur fiskur
rifinn ostur

aðferð

  1. Hrærið saman öllum hráefnum sem fara í sósuna.
  2. Sjóðið hrísgrjónin samkvæmt leiðbeiningum og setjið í eldfast mót.
  3. Skerið kúrbít og papriku í bita og hrærið aðeins samanvið grjónin.
  4. Skerið fiskinn í bita og leggið ofaná.
  5. Hellið sósunni yfir allt, stráið rifnum osti efst og bakið í ofni í 20-25 mínútur við 180°C

Tips og trikk

  • Til að forðast það að súrmjólkin skilji sig við eldun er ágætt að sía hana í gegnum kaffipoka áður en sósan er útbúin.
  • Ef rétturinn er eldaður fyrir tvo, má alveg minnka magnið af kúrbít og papriku og nota hálft af hvoru.
  • Það má gjarnan prófa sig áfram með það grænmeti sem er notað!
  • Í staðinn fyrir venjuleg, hvít hrísgrjón má vel nota gróf grjón eða korn.
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s