Indversk grænmetiskássa

Og þá er það grænmetisréttur að indverskum hætti!

Í eldhúsinu mínu er mjög algengt að nota niðursoðna, hakkaða tómata í hvers konar pottrétti og yfirleitt er það bara fínt. Það er einfalt, þægilegt og ódýrt og það eru þrjú hugtök sem eiga vel heima í flestum eldhúsum! Í þennan rétt eru hins vegar notaðir ferskir tómatar og mér finnst þeir gefa svo dásamlegan tón í sósuna; þrátt fyrir að hún sé vel krydduð finnur maður alveg fyrir ferskleikanum í gegnum alla indversku bragðtónana.

Þetta er einn af uppáhalds hversdagsréttunum mínum, það eru svo fallegir litir í þessum rétti og svo er líka svo svakalega góð lykt í eldhúsinu þegar maður eldar! Það hentar vel að elda þennan í stórum skömmtum og eiga svo í frystinum í hæfilegum einingum til að grípa þegar maður vill léttan hádegismat eða fljótlegan kvöldmat.

Indversk grænmetiskása
Indversk grænmetiskása

Indversk grænmetiskássa

– fyrir 3-4

6-7 meðalstórir tómatar
1/2 – 1 grænn chili
2 cm ferskur engifer
1 laukur
2 hvítlauksrif
2 tsk garam masala
1 1/2 tsk kóríanderduft
1 tsk túrmerik
1 tsk cuminfræ
4 gulrætur
1 kúrbítur
300 g blómkál
6-8 sveppir
200 g sætar kartöflur
150 g strengjabaunir
1 msk kornsterkja (maís- eða kartöflumjöl)
salt eftir smekk

olía til steikingar

aðferð

  1. Maukið tómata, chili og engifer í matvinnsluvél. Leggið til hliðar.
  2. Skerið lauk og hvítlauk smátt og hitið í smá olíu á pönnu þar til laukurinn er mjúkur. Bætið garam masala, kóríanderdufti, túrmerik og cuminfræjum á pönnuna og hrærið vel.
  3. Skerið gulrætur, kúrbít, blómkál, sveppi, sætar kartöflur og strengjabaunir í grófa bita og steikið með á pönnunni í nokkrar mínútur.
  4. Hellið tómatmaukinu samanvið, hrærið aðeins og látið allt sjóða undir loki í ca. 20 mínútur.
  5. Stráið sterkjunni yfir og hrærið samanvið, látið sjóða í 2-3 mínútur og smakkið svo til með salti.

Tips og trikk

  • Ef þið eruð ekki fyrir mjög sterkan mat skulið þið fræhreinsa chilipiparinn áður en þið notið hann (og bara nota hálfan!).
  • Berið fram með grófum grjónum og jafnvel raita-sósu og naan brauði ef stemningin er þannig.
Auglýsingar

3 athugasemdir við “Indversk grænmetiskássa

  1. Halló halló. Virkilega finnst mér skrítið að ég hafi ekki vitað um þessa síðu fyrr en núna, en mikið er matarbloggsperrinn í mér glaður! Ég er sérstaklega ánægð með grænmetisréttina alla, en hinir eru alls ekki síðri. Mun koma mikið hingað inn í framtíðinni, takk!

    1. Takk Ragga, alltaf gaman að fá svona ummæli 🙂 Ég ákvað einmitt að leggja áherslu á grænmetisrétti því mér fannst vanta meira úrval af grænmetisuppskriftum á íslensku. Njóttu vel!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s