Sweet-chili kókoskjúklingur

Ég held að við eigum öll daga þar sem nennan til að hugsa um kvöldmatinn er í lágmarki. Hvort sem það er vegna þess að dagurinn er búinn að vera erfiður eða maður er eitthvað illa fyrirkallaður eða hver svosem ástæðan nú er, þá er maður bara ekkert alltaf upplagður í að standa í eldhúsinu og dunda sér.

Þegar ég á svoleiðis daga er þessi uppskrift ein af þeim sem er gott að eiga í bakhöndinni. Hún er reyndar svo einföld að það er varla hægt að tala um uppskrift, þetta er mjög bókstaflega sweet-chili, kókos og kjúklingur. Að vísu tekur smá tíma að elda réttinn en maður er allavega laus úr eldhúsinu á meðan; þetta eru max 5 mínútur í undirbúning, svo sér ofninn um rest og þú getur slappað af á sófanum!

Sweet-chili kókoskjúklingur
Sweet-chili kókoskjúklingur

Sweet-chili kókoskjúklingur

– fyrir 2-3

1 dós kókosmjólk
4 msk sweet-chili sósa
1/2 kjúklinga- eða grænmetisteningur
2-3 kjúklingabringur
1 haus brokkólí

aðferð

  1. Hitið ofninn í 190°C.
  2. Hrærið saman kókosmjólk og sweet-chili sósu og myljið teninginn útí.
  3. Skerið kjúklingabringurnar í frekar litla bita og setjið í eldfast mót.
  4. Skerið brokkólíið í bita og setjið einnig í mótið.
  5. Hellið sweet-chili-kókosblöndunni yfir, hrærið aðeins og bakið í 45 mínútur.

Tips og trikk

  • Ef ég á það til set ég stundum gulrætur og/eða sveppi með, það má örugglega bæta einhverju fleiru útí ef ykkur dettur það í hug!
  • Berið fram með hrísgrjónum.
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s