Pulsuhorn

Ég hef stundum tekið að mér að baka fyrir vinafólk og þegar vinkona mín bað mig um að sjá um barnahlutann af veitingunum fyrir skírnarveislu þá vorum við ekki lengi að ákveða að pulsuhorn yrðu að vera á veitingalistanum. Pulsuhorn eru nefnilega eitt af því vinsælasta í barnaafmælum hérna í Danmörku (og reyndar öllum veislum þar sem börn eru með). Og já, það á örugglega að segja og skrifa pylsuhorn og ég skal glöð skrifa pylsur þegar ég tala um eina með öllu en pulsuhorn eru pulsuhorn!

Þessi vinkona mín kom sérstaklega til mín þegar leið á veisluna og sagði mér að pulsuhornin hefðu verið fyrst að klárast; foreldrarnir hefðu borðað nánast meira af þeim en börnin og fannst þau bara algjört æði. Það leiðist okkur eldhúsfólki aldrei að heyra. Svo endilega prófið þessi ef ykkur vantar eitthvað einfalt en skothelt á krakkaborðið og leyfið börnunum að hjálpa til, það er sko aldrei of snemmt að byrja að kenna þeim undirstöðuatriðin í eldhúsinu!

Pulsuhorn
Pulsuhorn

Pulsuhorn

– ca. 30 stykki

15 g smjör
2 dl mjólk
2 msk sýrður rjómi (ekki minna en 9%)
1 tsk sykur eða hunang
2 tsk þurrger
200 g hveiti
1/2 tsk salt
30 kokteilpylsur
sesamfræ

aðferð

  1. Bræðið smjörið og látið standa í smástund til að kæla.
  2. Hrærið saman mjólk, sýrðan rjóma og sykur og hitið í potti eða í örbylgjuofni þar til blandan er ca. 32-37°C (eða þar til blandan hefur náð ca. fingurhita).
  3. Hrærið smjöri og geri útí mjólkurblönduna og látið standa í 5 mínútur.
  4. Blandið saman hveiti og salti og hrærið saman við vökvann. Hnoðið deigið lauslega saman (bætið hveiti samanvið ef það er of blautt), látið það svo standa í skálinni og hefast í ca. 45 mínútur (breiðið viskustykki eða annað yfir skálina).
  5. Rúllið deigið upp í lengju og skerið í ca. 30 jafna bita.
  6. Rúllið hvern bita í lengju og vefjið þétt utanum kokteilpylsu.
  7. Raðið á plötu með bökunarpappír og látið standa í 15 mínútur.
  8. Penslið með mjólk og stráið sesamfræjum yfir. Bakið í 15-20 mínútur við 200°C, eða þar til hornin eru farin að taka lit.

Tips og trikk

  • Hornin má vel útbúa fyrirfram og frysta eftir bakstur. Til að hita þau upp er best að setja þau í kaldan ofn, hita hann í 150°C og hafa þau inni í 10-15 mínútur.
Pulsuhorn á leið inn í ofn
Pulsuhorn á leið inn í ofn
Auglýsingar

2 athugasemdir við “Pulsuhorn

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s