Marokkóskur sítrónukjúklingur og kryddgrjón

Fyrir nokkrum árum var það orðin nokkurs konar hefð að bjóða tveimur vinkonum mínum í mat og hafa ‘þjóðarþema’ í gegnum þriggja rétta matseðil; ég eldaði matinn og þær komu með vín frá landi kvöldsins. Góður díll!  Eitt kvöldið var ákveðið að hafa marokkóskt þema og þegar ég var búin að fara í gegnum endalaust mikið af uppskriftum stóð uppskrift að sítrónukjúklingi uppúr og var borinn fram sem aðalréttur kvöldsins.

Síðan þá hefur þessi réttur tekið nokkrum breytingum í mínum meðförum án þess að missa marokkósku sérkennin og er alltaf jafn vinsæll þegar hann er borinn á borð. Kryddin gefa mikið, en þó milt bragð og sítrónukeimurinn setur svo punktinn yfir i-ið. Ég mæli alveg eindregið með þessum fyrir þá sem vilja bjóða upp á eitthvað aðeins öðruvísi í næsta matarboði!

Marokkóskur sítrónukjúklingur með kryddgrjónum
Marokkóskur sítrónukjúklingur með kryddgrjónum

Marokkóskur sítrónukjúklingur

– fyrir 3-4

2 tsk paprikuduft
1 tsk cumin
1 tsk túrmerik
1/2 tsk kanill
1 tsk salt
1/4 tsk grófmalaður svartur pipar

6-8 kjúklingalæri með skinni

1 1/2 laukur
3 hvítlauksrif
1 1/2 tsk rifinn engifer
1 sítróna
10-12 svartar ólífur
2-3 dl vatn
olía til steikingar

aðferð

 1. Setjið paprikuduft, cumin, túrmerik, kanil, salt og pipar í skál og blandið vel saman. Nuddið blöndunni á kjúklingalærin og látið standa í 30-60 mínútur.
 2. Steikið kjúklingalærin með skinnið niður við frekar háan hita í 5-6 mínútur svo þau brúnist vel. Leggið lærin til hliðar.
 3. Lækkið hitann, skerið lauk og hvítlauk frekar smátt og steikið þar til laukurinn fer að mýkjast. Hrærið engifer samanvið.
 4. Raðið kjúklingalærunum í pottinn/pönnuna með skinnið upp.
 5. Skerið sítrónuna í þunnar sneiðar og leggið ofan á kjúklinginn.
 6. Fjarlægið steininn úr ólífunum ef þess þarf, skerið þær í tvennt og dreifið yfir sítrónusneiðarnar.
 7. Hellið vatninu útá, látið suðuna koma upp og látið síðan sjóða við vægan hita undir loki í 25-30 mínútur.

Marokkósk kryddgrjón

– fyrir ca. 2-3 með mat

2 msk olía
20 g möndluflögur
20 g furuhnetur
1/2 lítill laukur
1/2 tsk cumin
1/2 tsk túrmerik
klípa af kanil
1 1/2 dl jasmin hrísgrjón
3 dl soð (eða vatn og 1/2 teningur)
2 msk rúsínur (má sleppa)
2 tsk fínt rifinn appelsínubörkur
ferskur kóríander

aðferð

 1. Hitið 1 msk af olíu í litlum potti á frekar lágum hita. Setjið möndluflögur og furuhnetur í olíuna í 1-2 mínútur, takið pottinn af hitanum um leið og flögurnar/hneturnar fara að taka lit; notið skeið til að taka þær úr pottinum, setjið á disk eða í litla skál og leggið til hliðar.
 2. Bætið 1 msk af olíu útí pottinn. Skerið laukinn frekar smátt og steikið þar til hann er farinn að brúnast örlítið. Kryddið með cumin, túrmerik og kanil.
 3. Setjið grjónin útí ásamt vatninu og látið suðuna koma upp. Sjóðið undir loki þar til grjónin eru mjúk og ekkert vatn eftir.
 4. Hrærið rúsínum, appelsínuberki, möndluflögum og furuhnetum útí grjónin, saxið kóríander og stráið yfir áður en grjónin eru borin fram.

Tips og trikk

 • Magn af kjúklingalærum fer svolítið eftir stærð, það er ágætt að miða við að hafa ca. 350 g af lærum með beini pr. matargest.
 • Athugið að ef lærin eru mörg og komast ekki í eitt lag á pönnunni/pottinum gæti þurft að lengja eldunartímann aðeins svo þau eldist öll í gegn.
 • Sítrónusneiðarnar eru ekki borðaðar með en það má gjarnan bera þær fram sem skreytingu!
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s