Heilt ár og blómkálsbuff!

Það fór alveg framhjá mér að þessi bloggsíða varð ársgömul nú í lok febrúar. Þegar ég byrjaði með síðuna í fyrra var hugmyndin aðallega að nota hana til að aga sjálfa mig í eldhúsinu og vera duglegri að skrifa niður og halda til haga því sem ég geri. Ég verð að segja að ég er alveg himinlifandi með viðtökurnar; nærri 1200 manns fylgjast með síðunni á Facebook og heimsóknafjöldinn hefur margfaldast á síðustu mánuðum. Ég hristi hausinn af undrun þegar fylgjendur náðu í 100, ég hélt að ég væri að birta uppskriftir fyrir mömmu og kannski handfylli af öðrum Fb-vinum. Svo hélt talan áfram að hækka og ég bara gleðst og brosi yfir hverju einasta like-i sem bætist við! Viðbrögðin frá þeim sem hafa prófað uppskriftir hafa líka verið dásamlega jákvæð en ég er alltaf til í heyra bæði gagnrýni og hrós og hvet ykkur því til að hafa samband með spurningar eða skilja eftir komment, hér eða á Facebook!

Þemað á þessu bloggi er, og hefur alltaf átt að vera, einfaldur og góður hversdagsmatur í bland við djúsí kökuuppskriftir en með tímanum hafa grænmetisuppskriftirnar orðið fyrirferðarmeiri en þær kannski áttu að vera í upphafi. Það er einfaldlega vegna þess að bæði finnst mér gaman og gott að elda grænmetisrétti (ég reyni að elda kjötlaust allavega einu sinni í viku eða svo) en líka vegna þess að mér finnst alveg mega bæta aðgengi að góðum grænmetisuppskriftum á íslensku. Ég hef líka verið að prófa mig áfram með ‘hollari’ bakstur, aðallega vegna þess að það er eftirspurn eftir þannig uppskriftum á tímum vaxandi þekkingar á fæðuóþoli, næringarþörf og hollustu og ég hef haft virkilega gaman af því að hella mér út í það og prófa nýja hluti.Auðvitað er það svo þannig að hvert og eitt okkar verður að finna sitt jafnvægi í mataræði en hér ættirðu allavega að finna lóð á báðar skálar vogarinnar; hollt og óhollt í bland!

En jæja, að uppskrift dagsins. Ég hef sagt það áður að mér finnst góð grænmetisbuff algjörlega ómissandi í uppskriftasafnið og í dag er blómkálsbuff á dagskránni. Mér finnst yfirleitt best að nota baunir sem uppistöðu í svona buff, bæði eru baunir góðar sem ‘lím’ og þær eru líka ríkar af próteini, vítamínum og stein- og snefilefnum og sjá því um að bæta upp kjötleysið í máltíðinni. Buffin eru líka alltaf góð til að eiga í frysti og grípa í þegar lítill tími er til að elda!

Blómkálsbuff
Blómkálsbuff

Blómkálsbuff

– 6-8 stykki

500 g blómkál
1 dós kjúklingabaunir (um 250 g af elduðum baunum)
1 lítill laukur
2 vorlaukar
2 hvítlauksrif
50 g sveppir
1 tsk cuminfræ
1/2 tsk túrmerik
1/4 tsk cayenne pipar
4 msk maísmjöl
1 msk sítrónusafi
1 egg
1/2 – 1 tsk gróft salt (t.d. Maldon eða Saltverk)

aðferð

  1. Skerið blómkálið í bita og gufusjóðið þar til bitarnir eru farnir að mýkjast en samt aðeins stökkir inn við miðju.
  2. ‘Púlsið’ blómkálsbitana í matvinnsluvél og setjið í skál.
  3. Stappið kjúklingabaunirnar gróflega með gaffli og blandið saman við blómkálið.
  4. Skerið lauk, vorlauk, hvítlauk og sveppi og steikið á pönnu. Kryddið með cuminfræjum, túrmerik og cayenne pipar. Setjið útí skálina með blómkálinu og baununum.
  5. Bætið maísmjöli, sítrónusafa og eggi útí skálina, saltið eftir smekk og hrærið allt saman.
  6. Mótið í buff og steikið í olíu í 3-4 mínútur á hvorri hlið, eða bakið í ofni við 180°C í 20-25 mínútur.

Tips og trikk

  • Athugið að ef blómkálið er soðið of lengi verður það vatnskenndara í matvinnsluvélinni og þá gæti þurft að bæta við meira maísmjöli. Ef blandan er þunn, finnst mér ágætt að setja hana á pönnu með skeið (ca. 2-3 msk pr buff) og móta það á pönnunni með spaða.
  • Blandan klístrast svolítið á hendurnar þegar maður mótar buffin, til að forðast það er hægt að nota einnota hanska eða pensla lófana með örlítilli olíu.
  • Það er alveg hægt að setja baunirnar með blómkálinu í matvinnsluvélina en mér finnst koma skemmtilega gróf áferð þegar maður stappar þær með gaffli.
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s