Skyrtrufflur

Það var eiginlega ekkert á planinu að birta aðra uppskrift í þessari viku en ég stóðst ekki mátið að skella þessari inn, svona rétt fyrir helgina!

Hérna í Danmörku hefur verið unnið mikið með markaðssetningu og vöruþróun á skyri og mikið gert úr því að þetta er íslenskt hráefni. Þegar ég flutti hingað, fyrir tæpum 6 árum, var þetta skyræði rétt að byrja og bara hægt að fá venjulegt, ósætt skyr í nokkrum verslunum. Síðan þá hefur bæst mikið við flóruna og Danir eru virkilega frumlegir og skemmtilegir í sinni nálgun á þessa flottu afurð og ég held svei mér þá að þeir séu að mörgu leyti komnir fram úr Íslendingum á þessum stutta tíma!

Það eru heldur nánast engin takmörk fyrir því hvað er hægt að nota skyrið í og mér finnst uppskrift dagsins sýna það mjög vel. Trufflur eru venjulega gerðar úr súkkulaði og rjóma en skyrið er frábær staðgengill fyrir rjómann og gerir þetta að nammi sem allir geta fengið sér bita af án þess að samviskan bíti fast. Þessar fengu allavega mjög góðar viðtökur á mínu heimili og ætli þetta fari ekki bara á jólakonfektlistann fyrir næstu jól!

Skyrtrufflur
Skyrtrufflur

Skyrtrufflur

– 20 stykki

100 g dökkt súkkulaði (55%-70%)
1 rífleg msk hnetusmjör (creamy)
1 dl vanilluskyr
ósætt kakóduft

aðferð

  1. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni.
  2. Bætið hnetusmjörinu útí heitt súkkulaðið, látið standa í ca. hálfa mínútu og hrærið saman þar til hnetusmjörið er bráðnað.
  3. Hrærið skyrinu samanvið og látið blönduna kólna í ísskáp í 20-30 mínútur.
  4. Mótið litlar kúlur og veltið þeim uppúr kakódufti.

Tips og trikk

  • Til að losna alveg við sykur og sætuefni er hægt að nota lífrænt hnetusmjör og óbragðbætt skyr. Bætið þá við ca. hálfri msk af hnetusmjöri og e.t.v. fræjum úr 1/4 vanillustöng eða 1/4 tsk vanilludropum.
  • Trufflurnar halda sér vel í nokkra daga ef geymdar í lokuðu íláti í kæli.
  • Hver truffla inniheldur um 40 kaloríur.
Skyrtrufflur
Skyrtrufflur
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s