Linsubaunapottréttur með bökuðum sætum kartöflum

Linsubaunir eru svo mikil snilld! Ekki bara út frá næringarfræðilegu sjónarmiði heldur er líka svo gott að nota þær sem grunn í alls konar pottrétti og súpur.

En svo eru linsubaunir ekki bara linsubaunir; það eru til mismunandi litir og gerðir sem eldast á ólíkan hátt. Uppistaðan í rétti dagsins er tegund sem er kölluð beluga linsur, sem mér skilst að hafi fengið það heiti vegna þess að áferð og litur þykja líkjast hinum rómaða beluga kavíar. Beluga linsurnar halda lögun við suðu og eru pínu ‘crunchy’ fulleldaðar svo þær gefa allt öðruvísi tón í matinn en t.d. þær grænu, sem verða mjög mjúkar og maukast auðveldlega, sjóði þær of lengi. Það er þó í mörgum tilfellum hægt að skipta út einni linsutegund fyrir aðra en þá er gott að hafa í huga hvaða áferð á að vera á réttinum og hvernig linsurnar fara í suðu. Í þennan rétt væri hægt að nota grænar eða brúnar linsur en áferðin verður þó ekki sú sama, sé það gert.

Annars eru linsur eitt af því sem er mjög gott að eiga í búrinu, þær geymast lengi og það er fljótlegt að elda þær. Ég mæli allavega með því að eiga alltaf til 2-3 tegundir af linsum til að grípa í!

Linsubaunapottréttur með bökuðum sætum kartöflum
Linsubaunapottréttur með bökuðum sætum kartöflum

Linsubaunapottréttur með bökuðum sætum kartöflum

– fyrir 2

1 laukur (lítill, eða 1/2 stór)
2 hvítlauksrif
1 tsk engifer, fínt rifinn eða maukaður
1 1/2 tsk milt karrý
1 tsk túrmerik
1/2 tsk kóríanderduft
1/4 tsk kardimommuduft
2 dl beluga linsubaunir (ósoðnar)
1 dós hakkaðir tómatar (um 400 ml)
1 lítil dós kókosmjólk (160 ml)
salt eftir smekk
olía til steikingar

200-250 g sætar kartöflur
2 msk olía
1/2-1 tsk garam masala
1/4 tsk chiliduft

aðferð

  1. Skerið lauk og hvítlauk smátt og steikið í smá olíu í potti þar til laukurinn er farinn að mýkjast. Kryddið með karrý, túrmerik, kóríanderdufti og kardimommudufti.
  2. Setjið beluga linsurnar útí pottinn og hrærið aðeins.
  3. Hellið hökkuðum tómötum og kókosmjólk útí, hrærið vel og látið sjóða undir loki í ca. 25 mínútur, eða þar til linsurnar eru fulleldaðar. Smakkið til með salti í lokin.
  4. Á meðan linsurnar sjóða, hitið ofninn í 200°C.
  5. Afhýðið sætu kartöflurnar og skerið í grófa bita.
  6. Hrærið saman olíu, garam masala og chiliduft og veltið bitunum uppúr olíunni.
  7. Setjið í eldfast mót og bakið í 15-20 mínútur, eða þar til bitarnir eru bakaðir í gegn.

Tips og trikk

  • Berið fram með grófum grjónum, salati og jafnvel naan.
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s