Dísarkakan (glúten- og mjólkurlaus)

Dísarkaka
Dísarkaka

Ok, horfið á þessa mynd og segið mér að þetta sé ekki girnileg súkkulaðikaka! Ef þessi póstur væri myndalaus og ég segði ykkur að ég hefði búið til súkkulaðiköku úr rauðrófum og krem úr avocado myndu margir setja upp svip og bíða eftir næstu djúsí bombu. En sjáið hana bara, þetta er ótrúlega mjúk, blaut og súkkulöðuð súkkulaðikaka sem á eftir að slá í gegn hjá þeim sem sneiða hjá hveiti, og reyndar flestum öðrum líka held ég!

Þannig er nefnilega mál með vexti að systir mín var nýlega greind með sjálfsofnæmissjúkdóm og var í kjölfarið ráðlagt að taka út glúten og mjólkurvörur. Slík lífstílsbreyting getur verið flókin, sérstaklega þegar maður bakar fyrir afmæli eða önnur tilefni, allt þetta góða er með hveiti eða smjöri! Svo mig langaði að styðja hana í þessu öllu saman og ákvað að láta reyna á að búa til virkilega góða og ‘safe’ köku sem hún gæti boðið upp á við öll tækifæri. Á sama tíma átti ég nokkrar rauðrófur sem mig langaði að gera eitthvað úr og var búin að íhuga í nokkurn tíma að gera köku úr þeim. Auðvitað varð niðurstaðan að sameina þessar tvær hugmyndir og útkoman er súkkulaðikaka sem fékk toppeinkunn hjá þeim sem smökkuðu!

Dísarkaka
Dísarkaka

Dísarkakan

Kaka
320 g rauðrófur
1 1/2 dl olía (ekki ólífuolía)
150 g möndlur
50 g maíshveiti
60 g ósætt kakóduft
2 tsk lyftiduft
1 tsk salt
130 g púðursykur
3 egg

Krem
2 meðalstór avocado
30 g ósætt kakóduft
1 dl hlynsýróp
1-2 tsk brædd kókosolía
1 tsk vanilludropar
klípa af salti

aðferð

Kaka:

 1. Vefjið rauðrófurnar í álpappír og bakið við 200°C í 1-1 1/2 klukkustund. Takið úr ofninum, kælið aðeins og afhýðið. Skerið í grófa bita og látið kólna alveg.
 2. Setjið eldaðar rauðrófurnar í matvinnsluvél eða blandara ásamt olíu og maukið saman.
 3. Malið möndlurnar fínt í matvinnsluvél og setjið í skál ásamt maíshveiti, kakódufti, lyftidufti og salti.
 4. Þeytið saman púðursykur, egg og rauðrófublönduna í hrærivél eða með handþeytara í 2-3 mínútur.
 5. Blandið þurrefnunum samanvið í smáskömmtum.
 6. Setjið í 2 lítil hringform (ég notaði 21 cm þvermál) og bakið við 180°C í 20-25 mínútur. Látið standa þar til botnarnir eru alveg kældir áður en kremið er sett á.

Krem:

 1. Afhýðið avocado og fjarlægið steinana úr þeim.
 2. Setjið allt í matvinnsluvél eða blandara og maukið þar til blandan er kekkjalaus og mjúk (minnst 1-2 mínútur).

Tips og trikk

 • Til að bragðbæta kremið má skipta út hálfu avocado fyrir hálfan banana.
 • Passið að nota þroskuð og mjúk avocado!
 • Munið svo að þó þetta sé svokölluð ‘holl’ kaka þá er hún svo sannarlega ekki hitaeiningalaus; miðað við að hún sé skorin í 12 sneiðar eru um 320 hitaeiningar í hverri sneið.
 • Ofan á kökuna stráði ég frostþurrkuðum hindberjum og ananas.
 • Ástæðan fyrir því að ég tek fram að ekki eigi að nota ólífuolíu er sú að ólífuolían hefur meira bragð en aðrar grænmetisolíur og það getur skilað sér í bragðgæðum kökunnar. Sólblóma- eða rapsolía (canola) henta betur í bakstur.
Dísarkaka
Dísarkaka
Auglýsingar

2 athugasemdir við “Dísarkakan (glúten- og mjólkurlaus)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s