Gamaldags kjúklingapottréttur

Mér finnst alveg ofboðslega þægilegt að gera mánaðarmatseðla fram í tímann. Þá tek ég einn eða tvo daga til að setja hann saman, skoða áhugaverðar uppskriftir og íhuga hvað mig langar að prófa að gera nýtt þann mánuðinn. En þó maður sé auðvitað alltaf að leita að einhverju nýju og spennandi, þá eru nú samt ákveðnir klassíkerar á uppskriftalistanum sem virka alltaf og er mjög gott að eiga í bakhöndinni.

Uppskrift dagsins er ein svoleiðis. Það er svosem ekkert framandi við þessa uppskrift, engin ástæða til að fara í sérverslun eftir kryddum eða einhverjum torkennilegum innihaldsefnum. Bara klassískur pottréttur sem gæti þess vegna verið úr eldhúsinu hjá mömmu eða ömmu!

Gamaldags kjúklingapottréttur
Gamaldags kjúklingapottréttur

Gamaldags kjúklingapottréttur

– fyrir 2

1 meðalstór laukur
3-4 gulrætur
6-8 sveppir
1/2 rauð paprika
2 kjúklingabringur
1/2 kjúklingateningur
2 tsk timjan
2 tsk þurrkuð steinselja
1/2 tsk svartur pipar
1/2 tsk sellerísalt
smjörklípa
2 msk hveiti eða kornsterkja
2 msk tómatkraftur
300 ml vatn
2 lárviðarlauf
salt eftir smekk

olía til steikingar

aðferð

  1. Skerið lauk, gulrætur, sveppi og papriku í bita og steikið í smá olíu á pönnu við miðlungshita.
  2. Skerið kjúklinginn í bita og steikið með. Kryddið með timjan, steinselju, sellerísalti og pipar og eldið þar til kjúklingurinn er hvítur að utan.
  3. Bætið smjörklípu útá pönnuna og stráið hveiti/sterkju yfir þegar smjörið er bráðnað.
  4. Bætið tómatkrafti og vatni út á og hrærið öllu saman.
  5. Látið suðuna koma upp, setjið lárviðarlaufin útí og látið sjóða rólega undir loki í 15-20 mínútur.
  6. Smakkið til með salti og bætið e.t.v. smá rjómaslettu útí í lokin!

Tips og trikk

  • Þennan er gott að bera fram með kartöflumús (heimagerð er alltaf best!) eða hrísgrjónum.
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s