Kryddjurtasmurostur/ídýfa

Þegar ég flutti til Danmerkur var það ekkert ætlunin að sækjast eitthvað sérstaklega í félagsskap Íslendinga. En eins og þeir vita sem hafa verið langdvölum erlendis, þá er miserfitt að komast að innfæddum og þó ég eigi ágætis vini, bæði danska og annars staðar frá, þá er eiginlega alveg æðislegt og ómetanlegt að eiga góðar saumaklúbbsvinkonur sem koma saman öðru hvoru og spjalla saman á íslensku um heima og geima!

Og þar sem saumklúbbar koma saman, þar eru saumaklúbbsveitingar, það ættu flestar konur að þekkja vel! Inn á milli hnallþóranna er alltaf gott að bjóða upp á eitthvað léttara og ég fer ekki ofan af því að uppskrift dagsins er algjör snilld á saumaklúbbsborðið, já eða bara á hvaða borð sem er. Í þetta skiptið bar ég hana fram með niðurskornu grænmeti, en það er svo líka hægt að nota þetta sem smurost á brauð eða í tortillur og örugglega margt fleira, endilega leyfið hugmyndafluginu að ráða!

Kryddjurtasmurostur/ídýfa
Kryddjurtasmurostur/ídýfa

Kryddjurtasmurostur/ídýfa

250 g ricotta ostur
100 g hreinn rjómaostur
3/4 dl fínt rifinn parmesan ostur
lúkufylli ferskt basil
lúkufylli ferskt oregano
1-2 stilkar vorlaukur (græni hlutinn)
salt og pipar eftir smekk

aðferð

  1. Setjið ricotta, rjómaost og parmesan í skál.
  2. Skerið basil og oregano gróflega og vorlaukinn smátt.
  3. Hrærið allt saman og smakkið til með salti og pipar.

Tips og trikk

  • Það er einfalt að breyta bragðinu af ostinum; það má t.d. nota aðrar kryddjurtir eða bæta við ólífum eða sólþurrkuðum tómötum.
  • Geymist í kæli í allt að viku.
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s