Bananadraumakaka

Nú er ég á leiðinni til Íslands í smá páskafrí og á örugglega ekki eftir að hafa tíma til að sinna blogginu næstu dagana, bara svo þið vitið af því! Eitt af því sem ég hlakka mikið til að gera í þessari ferð, svona fyrir utan að fá mér Malt og Appelsín í páskaumbúðum, er að halda námskeið í grænmetismatargerð hjá Sjálfsbjörgu, félagi fatlaðra í Reykjavík. Þar mun ég kenna fólki að elda uppáhalds kjúklingabaunapottréttinn minn og grænmetislasagna, sem ég kem til með að birta á þessum síðum síðar. Þetta finnst mér mjög spennandi og hlakka til að takast á við verkefnið, bæði að kenna áhugasömum nemendum eitthvað sem er nýtt fyrir þeim og svo komast að því hvort ég standist pressuna að elda fyrir framan annað fólk!

Ég ætla að skilja við ykkur í bili með einni af uppáhalds kökunum mínum. Eftir að hafa búið í Danmörku, þá fæ ég mig bara ekki til að kalla hana ‘sjónvarpsköku’ upp á íslensku, heldur nota ég danska heitið sem er draumakaka. Það er bara svo miklu mýkra og fallegra og passar betur við kökuna, sem er nefnilega algjör draumur! Eins og ég hef áður minnst á, þá er mjög algengt að bananar séu nýttir í bakstur í eldhúsinu mínu og hér eru þeir búnir að taka yfir þessa klassísku köku og gera það alveg einstaklega vel að mínu mati. Bananar og karamella er samblanda sem bara getur ekki klikkað!

Bananadraumakaka
Bananadraumakaka

Bananadraumakaka

botn
250 g sykur
2 egg
2 bananar
1 tsk vanilludropar
250 g hveiti
2 tsk lyftiduft
2 dl mjólk
50 g smjör

bráð
125 g smjör
125 g púðursykur
100 kókosmjöl
4 msk mjólk
1/2 tsk vanilludropar

aðferð

botn

 1. Hitið ofninn í 175°C.
 2. Þeytið egg og sykur vel saman (2-3 mínútur í hrærivél eða með handþeytara).
 3. Stappið bananana og hrærið lauslega samanvið ásamt vanilludropum.
 4. Blandið þurrefnunum saman og blandið þeim rólega útí.
 5. Bræðið smjörið í mjólkinni og hrærið samanvið.
 6. Hellið deiginu í smurt, ferkantað form og bakið í alls 30-35 mínútur.

bráð

 1. Setjið öll innihaldsefnin í góðan pott og bræðið saman.
 2. Látið sjóða í 3-4 mínútur.
 3. Þegar kakan hefur verið inni í ofninum í ca. 20 mínútur (nógu lengi til að yfirborðið verði fast), takið hana þá út og hellið bráðinni yfir. Dreifið úr henni yfir alla kökuna og bakið svo áfram í 10-15 mínútur til viðbótar.

Tips og trikk

 • Deigið verður ansi þunnt, það er alveg eðlilegt svo það þarf ekkert að örvænta yfir því!
 • Leyfið kökunni að kólna og skerið svo í ferninga.
 • Formið sem ég nota undir þessa er 32*20cm og það smellpassar.
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s