Parmesan kjúklingur

Æ það er nú bara svolítið gott að vera komin aftur í danska vorið, ég verð að viðurkenna að það var aðeins of kalt á Íslandi fyrir minn smekk! Til að koma mér í vorgírinn aftur sótti ég mér innblástur til Miðjarðarhafsins og eldaði þennan frábæra kjúklingarétt sem setur svo sannarlega smá sól í magann og hjartað!

Það er ekkert svo langt síðan að ég fór að fíla Miðjarðarhafsbragðið í matargerð. Jú, pasta og eitthvað einfalt fannst mér í lagi en á heildina litið var ég ekki hrifin. En því meira sem ég fór að prófa mig áfram sjálf og fór að þekkja betur inn á kryddjurtir og bragðsamsetningar, því betur kann ég að meta þennan hluta heimseldhússins. Reyndar er parmesan kjúklingur kannski ekki alveg ekta miðjarðarhafs, og þó.. Hann á uppruna sinn í ítölskum eggaldinrétti sem er eldaður með tómötum og parmesan osti en samkvæmt því sem ég hef lesið mér til um er yfirleitt talað um að ítalskir innflytjendur í Bandaríkjunum og víðar hafi aðlagað þá uppskrift að hinum ýmsu kjöttegundum, þar á meðal kjúklingi. Mér er svosem sama hvaðan hugmyndin kom, það sem skiptir máli er að þetta er yndislega bragðgóður réttur sem er tiltölulega einfalt að undirbúa og elda. Það má líka segja að þetta sé ‘comfort food’ af bestu gerð, er það ekki bara málið þegar kuldinn ætlar að vera alveg endalaust þaulsetinn?!

Parmesan kjúklingur
Parmesan kjúklingur

Parmesan kjúklingur

2 kjúklingabringur
3 msk ólífuolía
2 tsk rósmarín
1 1/2 tsk timjan
1 1/2 tsk steinselja
salt og pipar

1/2 laukur
1-2 hvítlauksrif
3 tsk oregano
2 tsk basil
1 tsk grófmalaður svartur pipar
1 dós hakkaðir tómatar
salt eftir smekk

1 1/2 dl fínt rifinn parmesan ostur
2 tsk steinselja
1 tsk basil

100 g rifinn mozzarella ostur
ólífuolía til steikingar

aðferð

 1. Skerið bringurnar í tvennt þversum til að fá tvö þunn stykki.
 2. Hrærið saman olíu, rósmarín, timjan, steinselju, salt og pipar og penslið kjúklinginn. Látið standa í smástund á meðan næstu skref eru framkvæmd.
 3. Skerið lauk og hvítlauk fínt og steikið í smá ólífuolíu. Kryddið með oregano, basil og pipar.
 4. Hellið tómötunum samanvið og látið sjóða þar til sósan er farin að þykkjast (5-7 mínútur). Hrærið í af og til og stappið e.t.v. tómatbitana aðeins smærra. Smakkið til í lokin með salti.
 5. Blandið saman parmesan, steinselju og basil.
 6. Hitið ofninn í 180°C.
 7. Setjið örlítið af ólífuolíu á pönnu eða víðan pott sem má fara í ofn og hitið vel. Steikið kjúklinginn í 2-3 mínútur á hvorri hlið þannig að hann brúnist aðeins.
 8. Stráið ca. 2/3 af parmesan blöndunni yfir kjúklinginn þegar honum er snúið við.
 9. Setjið pönnuna/pottinn inn í ofn og bakið þar til parmesanosturinn er vel bráðnaður (ca. 5 mínútur).
 10. Takið pönnuna/pottinn út, ausið sósunni yfir og í kringum kjúklinginn, stráið mozzarella yfir og restinni af parmesan blöndunni.
 11. Hækkið ofninn í 200°C og bakið í 10-12 mínútur til viðbótar, eða þar til osturinn fer að taka lit.

Tips og trikk

 • Berið fram með spaghetti eða öðru pasta.
 • Í staðinn fyrir að baka í pönnu eða potti er hægt að færa kjúklinginn yfir í eldfast mót áður en hann fer inn í ofninn.
 • Mér finnst langbest að nota steypujárnspottinn minn góða fyrir þennan rétt, mæli eindregið með svoleiðis ef þið eigið því það gerast einhverjir galdrar í þessum potti!
Parmesan kjúklingur
Parmesan kjúklingur
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s