Grænmetisbaka

Grænmetisréttir eru misflóknir í matseld og undirbúningi. Á dögum þar sem lítill tími er fyrir eldamennskuna er einfalt og þægilegt að skella í góðan pottrétt sem eldar sig nánast sjálfur á eldavélinni á meðan maður reynir að komast fram úr öllu öðru sem þarf að gera á heimilinu. Stundum kemur samt upp meiri metnaður og löngun til að gera eitthvað ‘fínna’ og þá verða til réttir eins og uppskrift dagsins.

Ég átti nefnilega pakka af smjördeigi í frystinum sem var farinn að flækjast fyrir mér í hvert skipti sem ég náði í eitthvað úr honum og til að leysa málið var auðvitað auðveldast að nota deigið í eitthvað gott! Mér finnst þessi baka allavega rosalega góð og myndi óhikað setja hana á borðið ef ég fengi grænmetisætu í matarboð hjá mér (ath. að þessi uppskrift hentar þó ekki óbreytt fyrir vegan-grænmetisætur þar sem í henni eru bæði smjör (í deiginu) egg og kotasæla, sjá tips og trikk hér fyrir neðan fyrir vegan-væna útgáfu).

Grænmetisbaka
Grænmetisbaka

Grænmetisbaka

– fyrir 3-4

4 meðalstórar kartöflur
1 lítill laukur
1-2 hvítlauksrif
1/2 brokkólíhaus
1/2 kúrbítur
5 ætiþistlar
200 g spínat, ferskt eða frosið
1 rúlla smjördeig
2 egg
100 g kotasæla
olía
salt, pipar og negull á hnífsoddi

aðferð

 1. Afhýðið kartöflurnar og skerið í 1/2 cm þykkar sneiðar. Penslið sneiðarnar með smá olíu og kryddið með salti og pipar, raðið í eldfast mót eða ofnskúffu og bakið við 200°C þar til þær eru farnar að mýkjast og jafnvel taka smá lit (15-20 mínútur).
 2. Skerið lauk, hvítlauk, brokkólí og kúrbít smátt, skerið ætiþistlana langsum í fjórðunga og steikið allt saman á pönnu. Kryddið með salti, pipar og negul.
 3. Setjið spínatið útá pönnuna og eldið þar til það er mjúkt (ef notað er frosið, látið það þá þiðna og kreistið vökvann vel úr).
 4. Rúllið smjördeigið aðeins út, skerið það svo í tvennt og leggið annan helminginn í botninn á litlu eldföstu móti (ég nota 20*15cm fyrir þessa uppskrift).
 5. Setjið helminginn af grænmetisblöndunni í mótið, raðið kartöflusneiðunum ofaná og svo restina af grænmetinu yfir kartöflurnar.
 6. Hrærið saman eggjum og kotasælu og hellið yfir allt saman.
 7. Leggið hinn helminginn af deiginu ofan á mótið og þrýstið brúnunum saman til að loka vel. Skerið göt í lokið.
 8. Bakið við 180°C í 25 mínútur, hækkið þá hitann í 200°C og bakið áfram í 15 mínútur.

Tips og trikk

 • Það má í sjálfu sér nota hvaða ósæta bökudeig sem er í þessa uppskrift, ekki endilega smjördeig.
 • Eggin og kotasælan eru til að auka prótínmagnið í máltíðinni en til að gera bökuna vegan-væna væri hægt að sleppa þeim og bæta 1-2 dl af elduðum grænum linsubaunum við grænmetisblönduna.
 • Berið fram með t.d. grófum grjónum, fersku salati og kaldri sósu.
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s