Kjúklingabaka (quiche)

Ég hef, í gegnum tíðina verið mishrifin af eggjum. Stundum komu tímabil þar sem ég gat ekki hugsað mér að borða þau, sama hvernig þau voru matreidd en á öðrum tímum hámaði ég í mig harðsoðin egg á hvaða tíma dags sem er! Þessar sveiflur eru nú eitthvað að minnka með árunum og í dag lít ég á egg sem mikilvæga uppsprettu prótíns fyrir svona vandræðagemling eins og mig sem borðar ekki rautt kjöt.

Og í dag ætla ég að gefa ykkur uppskrift þar sem aðaluppistaðan er einmitt egg. Svona bökur með matarmikilli fyllingu úr eggjum og öðru próteini hafa verið þekktar í evrópskri matargerð í aldaraðir. Og ekki skrítið, þær er hægt að gera úr þeim hráefnum sem eru við höndina hverju sinni, þó það sé nú alltaf gott að eiga sínar go-to uppskriftir. Þessi er búin að fylgja mér í nokkur ár og er orðin heimilisklassík; frekar einföld og bragðmild en svo má að sjálfsögðu prófa sig áfram með hráefni og krydd eftir smekk.

Kjúklingabaka
Kjúklingabaka

Kjúklingabaka (quiche)

– fyrir 3-4

botn
250 g hveiti
1 tsk salt
75 g kalt smjör
4-6 msk kalt vatn

fylling
4 egg
100 g kotasæla
50 g rifinn Cheddar ostur
2 tsk Dijon sinnep
salt og pipar

1 kjúklingabringa
salt, pipar og uppáhalds kryddblandan (ég nota Best á allt frá Pottagöldrum)
1 rauðlaukur
2-3 vorlaukar (græni hlutinn)
1/2 eggaldin
150 g spínat
2-3 tómatar

olía til steikingar

aðferð

 1. Setjið hveiti og salt í skál, skerið smjörið í litla teninga og klípið það samanvið með fingrunum.
 2. Bætið vatni smátt og smátt útí (1-2 msk í einu) þar til deigið loðir vel saman. Hnoðið saman og kælið í 30-60 mínútur.
 3. Hitið ofninn í 200°C.
 4. Fletjið deigið út og setjið í hringlaga bökuform með 26 cm þvermáli, stingið í botninn með gaffli og bakið í 20 mínútur (athugið að setja álpappír í mótið og botnfylli af þurrum hrísgrjónum eða baunum til að koma í veg fyrir að botninn lyfti sér).
 5. Útbúið fyllinguna á meðan botninn bakast: Hrærið saman egg, kotasælu, Cheddar ost og Dijon sinnep og kryddið með salti og pipar. Leggið til hliðar.
 6. Skerið kjúklinginn og grænmetið í hæfilega bita.
 7. Steikið kjúklinginn á pönnu og kryddið með salti, pipar og kryddblöndu. Þegar hann er farinn að taka lit, bætið þá öllu grænmetinu útá og steikið þar til það fer að mýkjast. Setjið allt í bökubotninn þegar kemur út úr ofninum (munið að fjarlægja grjónin/baunirnar!).
 8. Hellið eggjablöndunni yfir allt saman (notið sleif eða sleikju til að dreifa úr ef þess þarf), skerið tómatana í þunnar sneiðar og raðið ofaná (ég átti bara tvo tómata þegar myndin var tekin, yfirleitt nota ég þrjá og raða þeim þéttar!).
 9. Bakið við 200°C í 30-40 mínútur.

Tips og trikk

 • Bökuna er gott að bera fram með grófum grjónum og kaldri sósu.
 • Það er líka hægt að baka fyllinguna án þess að hafa deigbotninn með. Þá er þetta meira í ætt við það sem er kallað frittata, sem er bökuð eggjakaka. Sé það gert, er e.t.v. betra að nota mót með aðeins minna ummáli.
 • Bökuna er hægt að skera í hæfileg stykki og geyma í frysti til að hita upp sem léttan hádegis- eða kvöldmat.
 • Athugið að deigið má útbúa fyrirfram og geyma í kæli í allt að 2 sólarhringa (og í frysti í allt að mánuð).
Kjúklingabaka
Kjúklingabaka að verða til!
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s