Indverskt eggaldinlasagna

Það er komið alveg dásamlegt vor hérna megin við hafið og ekki langt þangað til að sumarmatseldin tekur við; létt salöt, grillmatur og fljótlegir réttir ráða ríkjum hérna þegar sólin fer að skína af alvöru og engin nenna til að standa lengi í eldhúsinu yfir heitri eldavél! En það verður ekki alveg strax, þó það sé farið að hlýna er ennþá langt í almennilegan sumarhita svo það er ennþá pláss á matseðlinum fyrir matarmikla pottrétti og mat sem yljar manni að innan. Þannig er einmitt uppskrift dagsins!

Ég hef áður talað um dálæti mitt á indverskri matargerð og áhrifin frá Indlandi má finna víða í eldhúsinu mínu. Uppskrift dagsins á til dæmis rætur sínar að rekja til hefðbundins réttar sem kallast Aloo Baingan; aloo þýðir kartöflur og baingan þýðir eggaldin. Hin hefðbundna útgáfa er þó frekar einfaldur pottréttur og í einhverju anti-pottréttakasti ákvað ég að prófa að gera þetta að ‘lasagna’ og það kom bara virkilega vel út (þó þetta sé nú eiginlega bara pottréttur í dulargerfi..). Það eru heldur ekki linsubaunir í upprunalegri útgáfu en mér fannst upplagt að bæta þeim við til að fá betri lasagna áferð og gera réttinn matarmeiri (og próteinríkari).

Indverskt eggaldinlasagna
Indverskt eggaldinlasagna

Eggaldinlasagna

1 eggaldin
salt (sjá aðferð fyrir magn)
2 msk olía
1 tsk cuminfræ
1 tsk garam masala

3/4 dl beluga linsur
2 1/2 dl vatn

300 g kartöflur
300 g blómkál
1 tsk cuminfræ
1 tsk kóríanderduft
1 tsk túrmerik
1/2 tsk garam masala
1/2 tsk paprikuduft
1/2 tsk chiliduft
100 g sveppir
1 dós hakkaðir tómatar
1 tsk rifinn engifer
olía til steikingar

aðferð

 1. Skerið eggaldin í sneiðar, langsum, ca. 1 cm þykkar. Stráið góðu lagi af salti á stórt bretti, leggið sneiðarnar í saltið og saltið vel yfir þær líka.
 2. Leggið til hliðar í 30 mínútur, skolið svo saltið af og þerrið vel með eldhúsþurrkum eða hreinu viskustykki.
 3. Hrærið saman olíu, cuminfræjum og garam masala og penslið eggaldinsneiðarnar báðum megin.
 4. Steikið á þurri pönnu við rúmlega meðalhita þar til eggaldinið er farið að brúnast.
 5. Á meðan eggaldinin bíða, sjóðið þá linsurnar. Setjið þær í pott ásamt vatni og sjóðið þar til linsurnar eru mjúkar, um 20-25 mínútur. Hellið vatninu af og leggið til hliðar.
 6. Skerið kartöflur og blómkál í frekar litla bita.
 7. Setjið olíu og krydd (cuminfræ, kóríanderduft, garam masala, paprikuduft og chili) á pönnu og hitið. Steikið kartöflur og blómkál þar til það fer að brúnast.
 8. Skerið sveppina í sneiðar og bætið útá pönnuna. Eldið í 2-3 mínútur og hellið þá hökkuðum tómötum útá og hrærið engifer samanvið.
 9. Látið sjóða undir loki þar til kartöflur og blómkál er farið að mýkjast vel, um 7-10 mínútur.
 10. Hrærið linsunum samanvið og setjið helminginn í eldfast mót. Raðið helmingi af eggaldinsneiðunum yfir, hellið rest af blöndunni yfir og raðið rest af eggaldinum efst.
 11. Bakið í ofni við 190°C í ca. 15 mínútur.

Tips og trikk

 • Eggaldin eru frekar svampkennd en með því að láta þau liggja í salti dregst vökvinn úr og þau halda betur áferð við eldun. Þá draga þau mikið af olíu í sig við steikingu og því finnst mér ágætt að pensla með olíu fyrir eldun og steikja svo, allavega þegar þau eru elduð svona. Þetta er líka mjög góður undirbúningur ef það á að grilla eggaldinsneiðar (sem er algjör snilld!).
 • Berið fram með grófum grjónum (eða pilaf grjónum), raitasósu og naan.
Indverskt eggaldinlasagna
Indverskt eggaldinlasagna
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s