Sólarfiskur

Hér í Danmörku er hægt að fá alveg ágætis fisk ef maður veit hvar maður á að leita en þeir eru lítið fyrir ýsuna, blessaðir, þó maður geti stundum fengið fínan þorsk. Ég verð nú að viðurkenna að mér finnst ýsan betri svo auðvitað er það algjör snilld að eiga mömmu sem stingur að manni nokkrum frosnum ýsuflökum í vel einangruðum umbúðum þegar maður kveður á leið úr landi!

Þennan einfalda fiskrétt gerði ég sumsé um daginn, einmitt eftir að við komum úr fríi á Íslandi með ýsu í farteskinu. Eins og alltaf þegar ég er með ýsu í höndunum velti ég því fyrir mér hvort það væri ekki bara best að sjóða hana og bera fram með soðnum kartöflum og smjöri; taka bara klassíkina á þetta! En á endanum ákvað ég að baka eitt flak í hjúpi úr fetaosti, ólífum og alls konar góðu og gerði það; útkoman var ofboðslega góð og setti smá sólskin í magann á rigningardegi. Ekki veitir af!

Sólarfiskur
Sólarfiskur

Sólarfiskur

– fyrir 2

1 msk ólífuolía
1 vænt roð- og beinhreinsað ýsuflak, ca. 400 g (eða annar hvítur fiskur)

100 g kirsuberjatómatar
8-10 kalamata ólífur (eða venjulegar svartar)
góð lúkufylli fersk basillauf
75 g fetaostur í saltlegi
30 g ristaðar furuhnetur

aðferð

  1. Penslið olíunni í botninn á eldföstu móti og setjið inn í 190°C heitan ofn.
  2. Skerið tómata, ólífur og basil frekar smátt og setjið í skál.
  3. Skerið furuhneturnar gróft og setjið með í skálina.
  4. Stappið fetaostinn gróflega og hrærið öllu saman.
  5. Takið mótið út úr ofninum, leggið ýsuflakið í það og hyljið með ostablöndunni.
  6. Bakið í 15 mínútur, stillið þá á grill og eldið í 3-4 mínútur til viðbótar.

Tips og trikk

  • Að sjálfsögðu má nota annan fisk en ýsu í þessa uppskrift, best er að nota annan þéttan, hvítan fisk.
  • Berið t.d. fram með ofnbökuðum kartöflum og fersku salati.
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s