Morgunverðarvaffla (sykurlaus)

Góður morgunverður er undistaða dagsins. Var það ekki einhvern vegin þannig?! Ég verð að viðurkenna að ég hef í gegnum tíðina ekki verið neitt sérstaklega dugleg að borða morgunmat en er þó farin að taka mig á í þeim efnum. Oftast er það hafragrautur eða rúgbrauð (danska útgáfan) með einhverju góðu ofaná (mæli með stöppuðu avocado, kotasælu og smá pipar!), en stundum langar mann í eitthvað aðeins meira djúsí og þar kemur uppskrift dagsins til sögunnar.

Og djúsí þarf sko ekki að þýða óhollt. Neibb, þessi er alveg bráðholl og næringarrík og er orðin algjört uppáhald hjá mér þegar ég er orðin leið á hafragrautnum, enda ótrúlega einfalt að útbúa sér eina vöfflu; þrjú innihaldsefni hrærð saman í skál, ávextirnir skornir á meðan vafflan bakast og voila; hollur og (sjúklega) góður morgunverður tilbúinn!

Morgunverðarvaffla
Morgunverðarvaffla

Morgunverðarvaffla

1 stk

1 egg
1/2 banani
1/2 dl haframjöl

aðferð

  1. Pískið eggið í lítilli skál.
  2. Stappið bananann og hrærið samanvið ásamt haframjöli.
  3. Hellið í heitt vöfflujárn og bakið þar til vafflan er gullinbrún og bökuð í gegn.

Tips og trikk

  • Berið fram með ferskum ávöxtum og toppið með 1 msk af hreinu skyri og rifnu dökku súkkulaði.
  • Á myndinni er vafflan borin fram með jarðarberjum og perubitum. Sá skammtur inniheldur rétt um 260 kaloríur.
  • Til að bragðbæta má t.d. setja 1 tsk af vanilludropum með eða 1 msk af kókosmjöli.
Allt sem þarf í góðan morgunverð!
Allt sem þarf í góðan morgunverð!
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s