Sæt/sterk kjötbollusósa

Úti í búð er hægt að finna alveg ótrúlegt magn af alls konar sósum og bragðvörum í pökkum og krukkum. Það er auðvelt að grípa eina krukku með sér, hella úr henni í pott og hita upp en í flestum tilfellum er ekki mjög flókið að útbúa alls konar bragðgóðar sósur heimavið. Með því að útbúa sem mest af matnum frá grunni (að mestu) getum við líka stjórnað betur hvað það er sem við borðum, því það er minna af ‘földum’ innihaldsefnum eins og rotvarnar-, litar – og sætuefnum, sem eru kannski ekki alveg nógu sniðug fyrir okkur í miklu magni.

Í dag ætla ég einmitt að gefa ykkur uppskrift að fáránlega góðri sósu sem mér finnst æðislegt að nota t.d. með kjötbollum en hún er líka frábær grunnur fyrir pottrétti og sérstaklega svínakjötspottrétti, því svínakjöt og epli passa jú alltaf vel saman.

Sæt/sterk sósa
Sæt/sterk kjötbollusósa

Sæt/sterk kjötbollusósa

2 msk olía
2msk hunang
1 msk rauðvínsedik
2 græn epli
1 rauðlaukur
2 rauð chili
2-3 hvítlauksrif
1 dós hakkaðir tómatar
klípa af kanil

aðferð

  1. Hitið ofninn í 200°C
  2. Hrærið saman olíu, hunang og edik.
  3. Skerið epli, rauðlauk og chili í stóra bita og setjið í skál (fræhreinsið chili áður)
  4. Merjið hvítlauksrifin og setjið í skálina, hellið edikblöndunni yfir og kastið til svo að vökvinn þeki allt.
  5. Setjið í eldfast mót og bakið í 30-40 mínútur.
  6. Takið úr ofninum, setjið í pott ásamt tómötum og kanil og maukið með töfrasprota (má einnig gera í matvinnsluvél eða góðum blandara).
  7. Látið sjóða undir loki í 15-20 mínútur. Notið strax eða hellið í loftþétt ílát til geymslu.

Tips og trikk

  • Sósan geymist í ca. viku í góðu íláti í kæli.
  • Til að gera einfaldan svínakjötsrétt má t.d. steikja lauk, sveppi og papriku á pönnu, brúna svínakjöt í bitum með, hella sósunni yfir og láta sjóða í smástund. Borið fram með hrísgrjónum og máltíðin klár!

SwSp-0639

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s