Vefjur með grænmetisfyllingu

Það er alltaf til stafli af tortilla pökkum í búrinu hjá mér. Aðallega af því að það er fljótlegt og einfalt að henda kjúklingi á pönnu, skera niður grænmeti og rúlla öllu saman í eina tortilla köku. En það er ekki það eina sem er hægt að gera við tortillurnar, það er hægt að útbúa alls konar fyllingar í þær og í dag ætla ég að gefa ykkur uppskrift að einni af mínum uppáhalds.

Ég hef kjötlausan dag minnst einu sinni í viku hjá okkur og þessi uppskrift varð til á einum svoleiðis degi þegar ég hafði ætlað að búa til sætkartöflupottrétt en nennti ómögulega að fara út í búð eftir þeim hráefnum sem vantaði. Lendingin var að nýta sætu kartöflurnar og sitthvað fleira og ganga á tortillustaflann og útkoman var svona líka fantafín!

Tortilla með grænmetisfyllingu
Tortilla með grænmetisfyllingu

Vefjur með grænmetisfyllingu

– 4 stk

350 g sætar kartöflur
4 meðalstórar gulrætur
1 rauð paprika
1/2 tsk cuminfræ
smá biti hvítkál
1 rauðlaukur
1-2 hvítlauksgeirar
8-10 sveppir
1 tsk timjan
salt og pipar eftir smekk
olía

4 tortilla kökur
ferskt spínat

dressing
1 1/2 dl sýrður rjómi
2 tsk oregano
1 tsk basil
1/2 tsk paprikuduft
salt og pipar

aðferð

  1. Afhýðið sætu kartöflurnar og skerið í strimla ásamt gulrótum og papriku.
  2. Setjið í eldfast mót, penslið með smá olíu og kryddið yfir með cuminfræjum, salti og pipar. Bakið við 200°C í ca. 20 mínútur, eða þar til kartöflurnar og gulræturnar eru orðnar mjúkar.
  3. Skerið hvítkálið í strimla og steikið í smá olíu í 2-3 mínútur.
  4. Skerið rauðlaukinn í helminga og svo í sneiðar, hvítlaukinn smátt og sveppina í sneiðar og steikið með hvítkálinu þegar það er farið að mýkjast. Kryddið með timjan, salti og pipar.
  5. Skiptið grænmetinu niður á 4 tortillur ásamt spínati og dressingu og vefjið saman.

Tips og trikk

  • Til að fá smá kikk í bragðið er mjög gott að setja smá skvettu af Sriracha sósu eða annarri góðri chilisósu með.
Tortilla með grænmetisfyllingu
Tortilla með grænmetisfyllingu
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s