Jógúrtmarineruð kjúklingalæri

Góð marinering er eldhústrikk sem hver kokkur ætti að eiga uppi í erminni. Þessi frábæra jógúrtmarinering passar alveg rosalega vel inn í mína hráefna- og kryddnotkun, þar sem flest af þessu á ég alltaf til í skápunum og þess vegna auðvelt að henda þessu saman þegar það er lítill tími fyrir dundur og dúllerí yfir matarundirbúningi. Svo er líka alltaf verið að tala um hvað túrmerik er svakalega hollt og gott fyrir kroppinn, hér er það í aðalhlutverki (bæði í karrý og eitt og sér) og gerir þennan líka fallega gula sumarlit á kjúklinginn!

Það er ótrúlega þægilegt að geta skipulagt sig aðeins fram í tímann og henda lærum í marineringu kvöldið áður ef maður sér fram á að hafa lítinn tíma í eldhúsinu. 10 mínútur í undirbúning, svo þarf bara að kveikja á ofninum þegar komið er að kvöldmatartíma og láta hann sjá um rest. Held að þetta sé skilgreiningin á einfaldri, en bragðgóðri matargerð!

Jógúrtmarineruð kjúklingalæri
Jógúrtmarineruð kjúklingalæri

Jógúrtmarineruð kjúklingalæri

– fyrir 2

700 g kjúklingalæri með beini

marinering
3 dl hrein jógúrt
1/2 laukur
1-2 hvítlauksrif
1 tsk milt karrý
1 tsk túrmerik
1 tsk cumin
1 tsk kóríanderduft
klípa af hverju: kanill – negull – kardimommuduft
smá skvetta af sítrónusafa

aðferð

  1. Saxið lauk og hvítlauk smátt og hrærið saman við jógúrtina ásamt kryddum og sítrónusafa.
  2. Setjið kjúklingalærin í zip-loc poka eða skál, hellið marineringunni yfir og hrærið aðeins í svo hún þeki allt kjötið.
  3. Látið standa í kæli í 2-24 klst, hrærið af og til ef kjötið á að marinerast lengur en 3-4 tíma.
  4. Bakið lærin í ofni við 200°C í 20-25 mínútur.

Tips og trikk

  • Það er einfalt að gera smá bragðbreytingar; til að gera marineringuna sætari, hrærið þá 1 1/2 msk af mango chutney samanvið. Til að gera hana sterkari, bætið þá smátt söxuðum rauðum chilipipar útí.
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s