Sætar kartöflur með fyllingu

Það er svo margt í heiminum sem var ekki fáanlegt á Íslandi fyrr en fyrir tiltölulega stuttu síðan. Eða kannski var það allt til en ekki notað á mínu æskuheimili, ég er hreinlega bara ekki viss! Ég veit allavega að það er himinn og haf milli matarmenningar minninganna og þess sem gerist í eldhúsinu mínu.

Sætar kartöflur eru t.d. nokkuð sem er ekkert svo svakalega langt síðan ég eldaði í fyrsta skipti. Reyndar þegar ég hugsa um það eru nú örugglega komin 15-20 ár síðan en það er svona þegar maður fer að komast á ráðsettan aldur, þá fjölgar alltaf árunum í ‘fyrir nokkrum árum’. Þið kannist kannski við það?! En já.. sætar kartöflur eru afskaplega góðar sem meðlæti með alls konar mat en í þessum rétti spila þær aðalhlutverkið og fara nokkuð vel með það. Þetta er einstaklega sumarlegur og sætur réttur og fer vel á borði, svona fyrir þá sem eru að leita að einhverju skemmtilegu til að bjóða grænmetisætunni uppá í næsta matarboði!

Sætar kartöflur með fyllingu
Sætar kartöflur með fyllingu

Sætar kartöflur með fyllingu

– fyrir tvo

1 sæt kartafla, ca. 500 g eða stærri
150 g blómkál
1/2 dl beluga linsubaunir (þurrar)
1 1/2 dl vatn
1/2 laukur
2 vorlaukar
1/2 grænn chilipipar
1 tsk engifer, rifið ferskt eða mauk
1 tsk kóríanderduft
1 tsk garam masala
1/2 tsk cuminfræ
1 1/2 dl frosnar grænar baunir

klípa af grófu salti
olía til steikingar

aðferð

  1. Bakið sætu kartöfluna í ca. klst við 200°C, eða þar til hún er mjúk.
  2. Skerið blómkálið í mátulega stóra bita, setjið í eldfast mót með botnfylli af vatni og bakið með kartöflunni síðustu 25-30 mínúturnar þangað til það er farið að mýkjast.
  3. Setjið beluga linsur og vatn í pott og sjóðið undir loki þar til linsurnar eru fulleldaðar, um 20-25 mínútur.
  4. Skerið lauk, vorlauk og chili frekar smátt. Hitið olíu á pönnu, bætið kóríanderdufti, garam masala og cuminfræjum í hana á meðan hún er að hita. Steikið grænmetið ásamt engifernum við vægan hita þar til mjúkt (laukurinn á ekki að brúnast).
  5. Skerið sætu kartöfluna í tvennt langsum, skafið innihaldið úr (skiljið aðeins eftir við kantana svo hýðið standi betur) og setjið í skál. Stappið aðeins með gaffli, en ekki þannig að kartaflan verði að mús, það mega gjarnan vera góðir kartöflubitar eftir!
  6. Bætið blómkáli, linsum, lauk og grænum baunum í skálina, saltið og hrærið öllu saman.
  7. Leggið kartöfluhýðin í eldfast mót og fyllið með blöndunni. Bakið í 5-7 mínútur við 200°C, kveikið þá á grillstillingu og bakið í 3-4 mínútur til viðbótar.

Tips og trikk

  • Ég sting alltaf í sætar kartöflur með gaffli þegar ég baka þær heilar. Það gerir það að verkum að það lekur smá safi úr þeim og innvolsið verður aðeins stinnara að vinna með.
  • Athugið að taka grænu baunirnar úr frysti með fyrirvara, ágætt að gera það um leið og sæta kartaflan fer í ofninn.
  • Berið fram með grófum grjónum og raita sósu.
Sætar kartöflur með fyllingu
Sætar kartöflur með fyllingu
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s