Kúskús með rækjum

Eins og svo oft á sumrin erum við með gesti um þessar mundir og því hefur lítill tími gefist til að sinna uppfærslum á blogginu. Litli bróðir og konan hans ákváðu að skella sér hingað til okkar með 5 ára dóttur sína, en þetta er hennar fyrsta utanlandsferð og ótrúlega margt sem sú stutta er búin að sjá og upplifa á þessum dögum sem þau hafa verið hérna. Ég held að hún haldi að Anna frænka búi í einhverri töfraveröld þar sem bangsar vaxa á hverju götuhorni (skv. lauslegri talningu er hún búin að vinna 9 bangsa í hinum ýmsu skemmtigörðum sem við höfum farið í!).

En þetta dugir ekki lengur, þessar uppskriftir skrifa sig ekki sjálfar og nú er komið að yndislegri sumarmáltíð sem er tilreidd á einni pönnu með lágmarks undirbúningstíma. Kúskús er alveg frábært að því leytinu til að það tekur einungis örfáar mínútur að eldast og því gott að grípa í það þegar nennan er í lágmarki. Með því að elda það með góðu prótíni og grænmeti er komin holl og góð máltíð sem allir ættu að geta notið.

Kúskús með rækjum
Kúskús með rækjum

Kúskús með rækjum

– fyrir 2

350 g stórar rækjur
1 1/2 tsk þurrkuð steinselja
salt og pipar eftir smekk
skvetta af sítrónusafa

1/2 rauðlaukur
2 vorlaukar
2-3 hvítlauksrif
1/2 rauður chili (fræhreinsaður)
2 meðalstórar gulrætur
1 1/2 dl frosnar grænar baunir (látnar þiðna fyrir notkun)
130 g þurrt kúskús
350 ml vatn

olía til steikingar

aðferð

  1. Steikið rækjurnar á pönnu í 3-4 mínútur og kryddið með steinselju, salti og pipar.
  2. Setjið rækjurnar í skál og kreistið sítrónusafa yfir, leggið svo til hliðar.
  3. Skerið rauðlauk, vorlauk, hvítlauk og chili frekar smátt og rífið gulræturnar á grófu rifjárni. Steikið svo grænmetið á pönnu þar til laukurinn fer að mýkjast (má alveg byrja að brúnast). Bætið baununum útá í lokin.
  4. Hellið vatninu útá pönnuna og látið suðuna koma upp.
  5. Hrærið kúskús samanvið, lækkið hitann vel og setjið lok á pönnuna.
  6. Látið standa í 4-5 mínútur, takið þá lokið af og hrærið aðeins í kúskúsinu með gaffli.
  7. Setjið rækjurnar samanvið og berið fram.

Tips og trikk

  • Stráið e.t.v. ferskri steinselju yfir réttinn áður en hann er borinn fram.
  • Ef þið eruð fyrir sterkan mat, notið þá heilan chilipipar.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s