Lax á linsubeði

Ég kann alveg glimrandi vel við mig í nýja eldhúsinu mínu, það er alveg stórkostlegur munur að hafa, í fyrsta lagi almennilegt borðpláss (og geta t.d. geymt mína heittelskuðu KitchenAid (aka. Kitty) uppá borði) og í öðru lagi skápapláss. Ég ætla aldrei aftur að eiga heimili með of litlu eldhúsi!

Það er að vísu búið að vera svo mikið að gera hjá okkur flesta daga að ég er ekki ennþá búin að koma mér aftur inn í mína venjulegu rútínu með að setja niður matseðla og innkaupalista fyrir mánuðinn svo ágúst hefur tekið svolítið mið af hverju maður nennir í eldhúsinu og fátt nýtt komið út úr þessu öllu enn sem komið er. Ég ætla þó að taka upp fyrri siði í september og fer þá vonandi að birta uppskriftir hérna með aðeins reglulegra millibili en ég hef gert í sumar. Ég er ekki búin að gera helminginn af því sem ég ætlaði mér að gera (sumardrykki, ís og frostpinna, svo eitthvað sé nefnt) og það fer nú að verða ansi seint fyrir svoleiðis. En það er nóg að gerast í garðinum og ég er mjög spennt að finna út hvað ég get gert við plómur, perur, brómber og epli, svo eitthvað sé nefnt af því sem trén í garðinum svigna undan!

En það bíður aðeins, í dag er einn af uppáhalds réttunum mínum á dagskránni. Mér finnst linsubaunir æði, mér finnst lax æði svo auðvitað finnst mér þessi réttur alveg hrikalega mikið æði! Indversku kryddin gefa þessu svo extra spark í bragðlaukana og hægt að leika sér með hitann eins og maður þolir.

Lax á linsubeði
Lax á linsubeði

Lax á linsubeði

-fyrir 2

1/2 laukur
2 hvítlauksrif
1/2 rauð paprika
2-3 msk karrý
1 tsk garam masala
1/2 tsk chiliflögur (meira ef þið viljið sterkara bragð)
1/2 kjúklingateningur
1/2 tsk salt
1 1/2 dl grænar linsubaunir (þurrar)
3-4 dl vatn
1-2 lúkur ferskt spínat
400 g lax, roðlaus og snyrtur
sítrónupipar
salt

olía til steikingar

aðferð

  1. Skerið lauk, hvítlauk og papriku í bita og steikið á pönnu, án þess þó að það brúnist. Kryddið með karrý, garam masala, chili, kjúklingateningi og salti.
  2. Bætið linsubaunum og spínati á pönnuna og hrærið þar til spínatið er orðið mjúkt.
  3. Hellið ca. 1 1/2 dl af vatni á pönnuna og látið sjóða undir loki í ca. 20 mínútur, eða þar til linsurnar eru mjúkar. Hrærið af og til og bætið vatni á pönnuna eftir þörfum.
  4. Sléttið yfirborðið þegar linsurnar eru við það að verða tilbúnar og leggið laxastykkin ofaná, kryddið með örlitlum sítrónupipar og salti. Sjóðið áfram undir loki á vægum hita í ca. 10 mínútur, eða þar til laxinn er eldaður í gegn (fer aðeins eftir þykkt stykkjanna).
  5. Berið fram með grófum grjónum og kaldri sósu.

Tips og trikk

  • Þennan rétt má líka gera með brúnum linsum en ég mæli ekki með því að nota rauðar þar sem þær maukast meira við suðu og henta því ekki hér.
  • Það mætti líka nota niðursoðnar linsubaunir, þá styttist eldunartíminn til muna þar sem baunirnar þurfa einungis að hitna í gegn, ekki sjóða þar til þær eru mjúkar. Ef það er gert, þarf að sjálfsögðu ekki að nota allt vatnið, heldur einungis um 1/2-1 dl til að fá upp góða suðu fyrir laxinn.
  • Ef þið viljið sterkari rétt, má sleppa sítrónupiparnum og krydda laxinn með góðri chiliblöndu.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s