Kartöflu-, sætkartöflu- og gulrótagratín

Og bara kominn september! Sumarið formlega búið og haustið með allri dásamlegu haustuppskerunni framundan. Við erum ennþá að læra á nýja garðinn og erum búin að komast að því að stærra eplatréð okkar gefur af sér matarepli, þ.e. epli sem eru aðeins beisk þegar þau eru borðuð beint af trénu, en henta vel í matargerð; bökur, kökur og mauk svo eitthvað sé nefnt. Við tíndum alveg slatta af því tré og komum fyrir í geymslu samkvæmt leiðbeiningum frá garð-fróðara fólki, svo nú verður ekki mikið mál að skella í pæ þegar löngunin grípur mann. Ég er reyndar búin að baka eitt pæ með eplum og brómberjum úr garðinum, sem heppnaðist alveg einstaklega vel, þó ég segi sjálf frá! Uppskriftin að því er á leiðinni en í dag ætla ég að bjóða ykkur upp á dásamlegt haustgratín með kartöflum, sætum kartöflum og gulrótum.

Ég er alltaf á höttunum eftir góðu meðlæti og kolféll fyrir þessari uppskrift þegar ég prófaði hana í fyrsta skipti. Í minni hversdagsmatargerð hef ég yfirleitt eitthvað einfalt með matnum; grjón, korn, rótargrænmeti eða pasta, eitthvað sem leyfir matnum að njóta sín og er bara þarna til hliðar til að fylla upp í næringarefnaþörfina. Þetta gratín hentar aftur á móti ekki þegar meðlætið á að vera í aukahlutverki, því þetta á það til að stela showinu eins og það leggur sig! Ég gæti allavega hugsað mér að borða þetta eintómt en þetta er líka mjög gott með t.d. heilgrilluðum kjúklingi eða góðri steik.

Kartöflu-, sætkartöflu- og gulrótagratín
Kartöflu-, sætkartöflu- og gulrótagratín

Gratín

-meðlæti fyrir 3-4

4 meðalstórar kartöflur
2 sætar kartöflur (í minni kantinum)
2-3 gulrætur
1 1/2 tsk timjan
1 tsk Maldon salt (eða annað gróft sjávarsalt)
1/2 tsk grófmalaður svartur pipar
1/2 tsk cumin
1 dl rifinn mozzarella ostur
1 egg
2 1/2 dl rjómi
klípa af negul

aðferð

  1. Hitið ofninn í 190°C
  2. Afhýðið kartöflur og sætar kartöflur og hreinsið gulræturnar.
  3. Skerið í ca. 1 cm þykkar sneiðar og raðið í eldfast mót.
  4. Kryddið yfir með timjan, salti, pipar og cumin og stráið ostinum yfir.
  5. Hrærið saman egg, rjóma og negul og hellið í mótið.
  6. Bakið í 45-60 mínútur (stingið í kartöflusneið með gaffli eftir 45 mínútur og athugið hvort það þurfi lengri tíma).

Tips og trikk

  • Það má alveg nota bara eina tegund af rótargrænmeti í gratínið, ég mæli með sætu kartöflunum!
  • Ef þið viljið þéttari áferð á gratínið má bæta öðru eggi við rjómablönduna.
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s