Plómukjúklingur

PlumÞegar ég var að skipuleggja matseðilinn fyrir september ákvað ég að setja plómukjúkling á planið í byrjun mánaðarins, þar sem þetta er akkúrat tíminn fyrir uppskeru af plómutrjánum okkar. Þegar dagurinn rann upp þurfti ég ekki nema að klæða mig í stígvél (einkennisskófatnaðurinn hér í sveitinni!), fara út í skúr og ná í stiga og arka svo efst upp í garðinn þar sem tvö tignarleg plómutré svigna undan ávöxtum! Nokkrar reyndust ormétnar, þannig er það bara þegar maður tínir beint af trénu, en restin af plómunum var alveg eins og þær eiga að vera; þéttar í sér og sætar og fullkomnar í þennan rétt!

Uppskriftin sjálf er einföld, marineringin er aðaltrikkið og plómurnar bæta svo við dásamlega sætum keim, sem gerir þetta að einum af uppáhalds haustréttunum mínum. Það hangir ennþá slatti af plómum á trjánum svo það er aldrei að vita nema þessi verði aftur á dagskrá fljótlega, já eða þá að það verði skellt í plómusultu, plómupæ eða eitthvað ennþá betra!

Plómukjúklingur
Plómukjúklingur

Plómukjúklingur

-fyrir tvo

marinering
3 1/2 msk soyasósa
2 msk appelsínusafi
1 1/2 msk ostrusósa
2 hvítlauksrif, rifin eða pressuð
1/2 tsk engifer, rifið eða mauk
1/2 tsk sambal olek (eða sambærileg chili olía), meira ef þið viljið hafa réttinn sterkari
1/2 tsk kanill
klípa af negul
klípa af múskat
1/4 tsk grófmalaður svartur pipar

4 kjúklingalæri
1 1/2 dl kjúklingasoð eða vatn og teningur
2 msk hunang
1/2 tsk kóríanderduft
130 g plómur
1 msk rauðvínsedik
1/2 msk sesamfræ

olía til steikingar

aðferð

 1. Blandið saman öllu sem þarf í marineringuna í skál eða zip-loc poka.
 2. Leggið lærin í marineringuna, veltið þeim aðeins um svo hún þeki þau vel og látið standa í ísskáp í minnst 4 klst, eða yfir nótt.
 3. Hitið ofninn í 190°C
 4. Hitið olíu í góðum potti eða pönnu sem þolir að fara í ofn.
 5. Takið lærin úr marineringunni og leggið hana til hliðar, steikið þau á báðum hliðum á háum hita þar til þau eru vel brún.
 6. Fjarlægið lærin úr pottinum og hellið olíunni af. Setjið pottinn aftur á hitann, hellið kjúklingasoðinu útá og látið suðuna koma upp.
 7. Takið marineringuna fram aftur, hrærið hunang og kóríanderduft útí og bætið útí kjúklingasoðið og hrærið allt vel saman.
 8. Setjið kjúklingalærin aftur í pottinn, ausið sósunni yfir bitana og setjið svo inn í ofn, rétt fyrir neðan miðju og bakið í 20 mínútur.
 9. Fjarlægið steinana úr plómunum og skerið í fjórðunga. Takið pottinn úr ofninum, ausið sósunni aftur yfir kjötið og raðið plómunum í pottinn og á kjúklingabitana. Hellið rauðvínsedikinu yfir allt saman og bakið áfram í 25 mínútur.
 10. Stráið sesamfræjum yfir þegar ca. 5 mínútur eru eftir af eldunartímanum.

Tips og trikk

 • Berið fram með hrísgrjónum og steiktu grænmeti.
 • Fyrir þá sem vilja smá auka sætt bragð í réttinn, má strá örlitlum púðursykri yfir plómurnar þegar þær eru komnar útí.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s