Epla- og brómberjabaka

Pie-41

Það er bara eitthvað við bökur. Stökk skel utan um mjúka og sæta fyllingu sem bráðnar í munninum… Er hægt að hugsa sér eitthvað betra?!  Mér finnst allavega alveg svakalega gaman að prófa mig áfram í bökugerð og þessa gerði ég eftir að við vorum nýbúin að tína tæp 15 kíló af eplum og eitthvað um 2 kíló af brómberjum. Það eru sko algjör forréttindi að geta labbað örfáa metra eftir hráefninu í svona dásemd!

Eplabökur eru náttúrulega algjör klassík og einfalt að gera þessa gömlu góðu með eplum og kanilsykri. Mér finnst samt alltaf gaman að blanda öðrum ávöxtum eða berjum saman við eplin og brómberin eru tilvalin félagsskapur. Ég mæli þó með því að þegar maður notar súr ber eða ávexti með eplunum, að nota þá frekar sæt epli, eða allavega ekki þau allra súrustu sem maður finnur. Mér finnst það allavega betra, en svo er smekkur fólks auðvitað misjafn. Það má svo líka taka fram, svona þar sem ekki allir hafa aðgang að ferskum brómberjum úti í garði, að það er alveg jafn gott að nota frosin ber í bökuna.

Epla- og brómberjabaka
Epla- og brómberjabaka

Epla- og brómberjabaka

bökudeig
300 g hveiti
3 msk sykur
1/2 tsk salt
160 g kalt smjör, skorið í teninga
3-5 msk kalt vatn

handfylli brauðrasp

fylling
55 g smjör
1 msk maísmjöl
100 g sykur
110 g púðursykur
fræ úr 1/2 vanillustöng
1 kg epli
3-400 g brómber, fersk eða frosin

aðferð

 1. Blandið þurrefnum í deigið saman.
 2. Bætið smjörinu útí og hnoðið þar til smjörið er vel blandað saman við hveitið.
 3. Bætið vatni útí, einni matskeið í einu eftir þörfum. Hnoðið deigið þar til það loðir saman. Athugið að það á ekki að vera mjög blautt, bara rétt að hanga saman.
 4. Skiptið deiginu í tvennt, hnoðið í kúlur og fletjið örlítið út með lófunum. Kælið í nokkrar klst eða allt að 2 sólarhringa.
 5. Fletjið annan helminginn af deiginu út og leggið í bökumót sem er 26-27cm í þvermál. Snyrtið kantana eftir þörfum og stráið brauðraspi yfir botninn.
 6. Bræðið smjörið í potti. Þegar það bubblar aðeins, hafið þá snör handtök og hrærið maísmjölið samanvið með písk.
 7. Bætið sykri, púðursykri og vanillu útí ásamt 10-12 brómberjum og látið sjóða við vægan hita í 8-10 mínútur, eða þar til blandan er farin að þykkna vel. Hrærið í af og til.
 8. Á meðan sósan sýður er fínt að útbúa restina af fyllingunni; afhýðið eplin, fjarlægið kjarnann og skerið í 1-2 cm þykkar sneiðar.
 9. Setjið eplin og brómberin í mótið, hellið svo sósunni yfir. Það er allt í lagi þó hún þeki ekki yfir allt.
 10. Fletjið hinn helminginn af bökudeiginu út og leggið yfir mótið (skerið göt í lokið svo að gufa sleppi út), eða skerið deigið í lengjur og raðið í fléttað lok.
 11. Bakið við 220°C í 15 mínútur, lækkið þá í 175°C og bakið í 35-45 mínútur til viðbótar.
Epla- og brómberjabaka
Epla- og brómberjabaka

Tips og trikk

 • Til að fá ennþá meira vanillubragð í sósuna er hægt að sjóða sjálfar vanillustangirnar með í pottinum og fjarlægja þær svo áður en henni er hellt yfir eplin.
 • Ef brúnirnar fara að dökkna of mikið á meðan bakan er í ofninum er hægt að vefja álpappír utan um formið og upp yfir kantinn.
 • Bökudeig geymist vel í 2-3 sólarhringa í kæli en ef það á að geymast eitthvað lengur en það er best að geyma deigið í frysti, þar endist það í allt að 3 mánuði.
Allt á fullu í eldhúsinu!
Allt á fullu í eldhúsinu!
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s