Ofnbakaður sítrónukjúklingur

Þar sem kjúklingur er nokkurn vegin eina kjötið sem ég get borðað, verð ég auðvitað að eiga nokkrar kjúklingauppskriftir sem henta í matarboð og við það sem kalla mætti fínni tilefni, þó það sé nú bara sunnudagsmaturinn. Heill kjúklingur er afskaplega hentugur við þess konar tækifæri og ég ætla að leyfa mér að halda því fram að þessi uppskrift hreinlega geti ekki klikkað! Hún hefur allavega ekki gert það hingað til.

Annars er það að frétta héðan úr sveitinni að það er kominn hundur á heimilið, þá fer sveitalífið nú fyrst að verða fullkomnað, nú vantar bara hænurnar. Við ætlum svo að nota veturinn til að lesa okkur betur til um matjurtaræktun svo við getum prófað okkur áfram með það næsta sumar og verið sæmilega sjálfbær, í það minnsta í nokkra mánuði af árinu. Það finnst mér mjög spennandi og aldrei að vita nema maður reyni að pota niður eins og einu sítrónutréi í gróðurhúsinu, það væri ótrúlega flott að geta eldað þennan með heimaræktuðum sítrónum!

Ofnbakaður sítrónukjúklingur
Ofnbakaður sítrónukjúklingur

Ofnbakaður sítrónukjúklingur

1 heill kjúklingur

75 g mjúkt smjör
handfylli ferskt basil, skorið fínt
1/2 – 1 msk ferskt rósmarín, skorið fínt
2 tsk þurrkað majoram
2 hvítlauksrif, pressuð eða fínt rifin

1 sítróna

1-2 tsk gróft sjávarsalt
1-2 tsk Best á allt kryddblanda frá Pottagöldrum

aðferð

  1. Hitið ofninn í 190°C.
  2. Hrærið saman smjör, basil, rósmarín, majoram og hvítlauk.
  3. Gerið vasa undir húðina á kjúklingnum og  notið skeið (eða fingur) til að koma smjörinu undir húðina. Nuddið kjötið vel og smyrjið afgangnum, ef einhver er, utan á kjúklinginn
  4. Skerið ca. 2/3 af sítrónunni í þunnar sneiðar og komið fyrir undir húðinni. Skerið restina af sítrónunni í fjórðunga og setjið inní kjúklinginn.
  5. Kryddið kjúklinginn að utan með salti og Best á allt blöndunni.
  6. Bakið kjúklinginn í 50-60 mínútur.

Tips og trikk

  • Ef þið notið ósaltað smjör, bætið þá nokkrum kornum af grófu sjávarsalti samanvið.
  • Ég mæli með því að það sé alltaf notað ferskt basil, en rósmarín má nota þurrkað. Notið þá 1-1/2 tsk.
  • Athugið að það á ekki að borða sítrónurnar með!

Þ

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s