Himnesk hafrakaka

Eins og glöggir lesendur hafa eflaust tekið eftir (!) hefur ekki verið mikið um nýtt efni síðustu mánuði. Er þar um að kenna persónulegum högum og atburðum en Anna er sko alls ekki farin úr eldhúsinu, ó sei sei nei. Og nú eru spennandi hlutir að gerast!

Eldhúsið er nefnilega að stækka. Til viðbótar við færslurnar hér, munu uppskriftirnar úr eldhúsinu einnig birtast á síðum Kvennablaðsins, sem er samstarf sem ég er yfir mig spennt fyrir. Ég hef verið stór aðdáandi Kvennablaðsins frá upphafi, enda vettvangur sem á engan sinn líka í íslensku vefmiðlaflórunni og gaman að fá að vera hluti af þeim góða hóp sem þar skrifar.

En það kemur allt betur í ljós síðar, snúum okkur að uppskrift dagsins.

GGkaka-0322Þessi er ein af mínum uppáhalds, þó hún sé frekar óhefðbundin og ekki beint í ‘bombu‘stílnum. Stundum er hið einfalda bara best. Og ekki er verra að hún er án hvíts sykurs og hægt að gera hana með glútenlausum höfrum, svona fyrir þá sem aðhyllast þá stefnu.

Fyrir nokkrum árum var rekinn lítill veitingastaður í Faxafeni sem hét Á grænni grein. Greinin, eins og við kölluðum hann, var einn af bestu grænmetisstöðum bæjarins og það segi ég ekki bara vegna vinatengsla við eigendur! Ingibjörg Agnarsdóttir er einfaldlega frábær kokkur sem eldar af ástríðu og það skilar sér alltaf í gæðum. Eitt af því sem var algjörlega ómissandi við Greinina voru dásamlegu eftirréttirnir hennar og þegar staðurinn lokaði fékk ég hana til að gefa mér uppskrift að einni af kökunum sem hún galdraði fram.

Uppskriftin hefur þó tekið breytingum í mínum meðförum undanfarin ár og það er mín útgáfa sem birtist hér, þó með góðfúslegu leyfi Ingibjargar, sem mér er bæði ljúft og skylt að eigna heiðurinn að þessari dásemd!

GGkaka-0307
Himnesk hafrakaka Greinarinnar

Hafrakaka Greinarinnar

botn:
120 g tröllahafrar
90 g smjör (eða kókosolía)
2bananar
2 egg
2 tsk vanilludropar
140 g kókosmjöl

 1. Bræðið smjörið og hellið yfir hafrana, látið standa í smástund (ca. 10 mínútur) til að mýkja þá.
 2. Stappið banana og hrærið eggjum og vanilludropum samanvið, hrærið kókosmjöli og höfrunum útí.
 3. Smyrjið lítið springform (23 cm) og bakið við 180°C í ca. 20 mínútur.
 4. Kælið aðeins.

döðlumauk:
150 g döðlur
30-50 g hindber (mega vera frosin)
1 dl vatn (meira ef þarf)

 1. Saxið döðlurnar gróft og setjið í pott með vatninu. Sjóðið við vægan hita þar til blandan fer að þykkjast.
 2. Bætið hindberjunum útí og hitið áfram þar til allt er orðið að mauki.
 3. Smyrjið yfir botninn.

100g  suðusúkkulaði (50-80%, eftir smekk). brætt með smá smjörklípu eða kókosolíu og hellt yfir.

hunangsmöndlur:
30-40 g möndlur, saxaðar gróft
2 tsk hunang
1/2 tsk þurrkað basil, mulið aðeins milli fingra
örfá saltkorn

 1. Ristið möndlurnar á þurri pönnu.
 2. Bætið hunangi, basil og salti út á þegar þær eru farnar að taka lit.
 3. Hrærið vel saman, hellið í hitaþolið ílát og kælið.
 4. Saxið niður í þann grófleika sem óskað er og stráið yfir kökuna áður en súkkulaðið storknar.

GGkaka-0333

Tips og trikk

 • Glútenlausir hafrar fást í heilsuvörubúðum, nota má venjulega valsaða hafra í stað tröllahafra.
 • Mér finnst hindber passa dásamlega vel með döðlunum en það má alveg prófa sig áfram með bæði ferska, þurrkaða eða frosna ávexti eftir smekk.
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s