Perubaka með súkkulaði og döðlum


Ég er svo heppin að húsinu sem ég bý í fylgir alveg ótrúlegur garður. Fyrir Íslending sem hefur aldrei ræktað neitt flóknara en kartöflur og rabbabara er þetta hreinlega eins og að búa í einhvers konar ævintýralandi. Hér vaxa ber og ávextir út um allan garð og í öðru af tveimur gróðurhúsum sem fylgja með er meira að segja að finna vínvið sem svignar þessa dagana undan fjólubláum berjaklösum. Það er eiginlega alveg magnað að labba út á náttsloppnum, jafnvel með kaffibollann með sér, og tína epli, plómur, perur eða ber til að hræra útí morgunjógúrtina!

Við bættum líka aðeins við og útbjuggum matjurtareit og nýttum gróðurhúsin fyrir allsperu-5 konar spennandi ræktun. Þetta er búið að vera mjög lærdómsríkt sumar, fyrsta sumarið okkar með alvöru garð og margt sem við höfum þurft að huga að. Ég geri fastlega ráð fyrir að á næstunni setji ég inn eitthvað af uppskriftum sem ég hef gert til að nýta það sem kemur úr garðinum og ég ætla að byrja á þessari æðislegu peruböku. Hún varð reyndar til í fyrra þegar við tíndum okkar eigin perur í fyrsta skipti en ég var að taka hana fram aftur þar sem perurnar bíða fullþroskaðar á greinunum og verða tíndar um næstu helgi. Eplabökur eru kannski klassík en perubökur eru ekkert síðri!

peru-2

Perubaka með súkkulaði og döðlum

bökudeig
300 g hveiti
3 msk sykur
1/2 tsk salt
160 g kalt smjör, skorið í teninga
3-5 msk kalt vatn

fylling
1 kg perur
50 g smjör
3 1/2 msk sykur
fræ úr 1/2 vanillustöng
1 msk maísmjöl

10-12 döðlur
100 g dökkt súkkulaði

Aðferð

Bökudeig:

 1. Blandið þurrefnunum saman, setjið í matvinnsluvél ásamt smjörinu og ‘púlsið’ saman þar til
  áferðin er gróf og eitthvað af smjörinu ennþá sjáanlegt innan um.
 2. Bætið við 3 msk af vatni og ‘púlsið’ aftur. Bætið við 1 msk af vatni í einu ef þess þarf þar til deigið loðir saman.
 3. Hnoðið deigið í tvær kúlur, önnur ætti að vera aðeins stærri en hin. Vefjið í plast eða setjið í lokað ílát og kælið í minnst 3 tíma, mest 24 tíma.
 4. Fletjið stærri kúluna út og leggið í bökuform.

Fylling:

 1. Afhýðið perurnar, fjarlægið kjarnann og skerið í sneiðar.peru4
 2. Bræðið saman smjör, sykur og vanillu á pönnu og veltið perusneiðunum um í blöndunni.
 3. Stráið maísmjöli yfir deigbotninn og setjið perusneiðarnar í formið ásamt vökvanum af pönnunni.
 4. Saxið döðlur og súkkulaði gróft og stráið yfir.
 5. Fletjið rest af deiginu út, skerið í strimla og fléttið í ‘lok’ á bökuna.
 6. Bakið við 190°C í 50-60 mínútur.

Tips og trikk

 • Í staðinn fyrir að gera fléttulok, má líka einfaldlega leggja útflatt deigið yfir formið og loka vel á köntunum. Gætið þess að skera göt í lokið svo gufa sleppi út við baksturinn.
 • Einnig má nota tilbúið bökudeig, eða þá uppskrift sem hefur reynst ykkur best.
 • Athugið að bökudeig heppnast best með kulda. Því kaldara sem smjör og vatn er, því betra. Ef deigið er hnoðað saman í höndunum er gott að kæla þær með því að dýfa þeim í kalt vatn í smástund.

peru-1

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s