Perubaka með súkkulaði og döðlum

Ég er svo heppin að húsinu sem ég bý í fylgir alveg ótrúlegur garður. Fyrir Íslending sem hefur aldrei ræktað neitt flóknara en kartöflur og rabbabara er þetta hreinlega eins og að búa í einhvers konar ævintýralandi. Hér vaxa ber og ávextir út um allan garð og í öðru af tveimur gróðurhúsum sem fylgja með … Meira Perubaka með súkkulaði og döðlum

Himnesk hafrakaka

Eins og glöggir lesendur hafa eflaust tekið eftir (!) hefur ekki verið mikið um nýtt efni síðustu mánuði. Er þar um að kenna persónulegum högum og atburðum en Anna er sko alls ekki farin úr eldhúsinu, ó sei sei nei. Og nú eru spennandi hlutir að gerast! Eldhúsið er nefnilega að stækka. Til viðbótar við færslurnar … Meira Himnesk hafrakaka

Gekkóinn

Það er júróvisjónkvöld og þrátt fyrir að hvorugt heimalandið mitt hafi komist áfram verður nú samt að sjálfsögðu horft á keppnina og á júró gerir maður vel við sig í mat og drykk. Trítar sig aðeins, er það ekki?! Miðað við umræðuna á netinu sýnist mér að veitingar af mexíkóskum ættum verði vinsælar í kvöld … Meira Gekkóinn

Skyrtrufflur

Það var eiginlega ekkert á planinu að birta aðra uppskrift í þessari viku en ég stóðst ekki mátið að skella þessari inn, svona rétt fyrir helgina! Hérna í Danmörku hefur verið unnið mikið með markaðssetningu og vöruþróun á skyri og mikið gert úr því að þetta er íslenskt hráefni. Þegar ég flutti hingað, fyrir tæpum … Meira Skyrtrufflur

Jólakonfekt: hnetusmjörsbitar og döðlumolar

Ég á það til að fara aðeins yfirum í eldhúsinu fyrir jólin. Við erum náttúrulega bara tvö í heimili og förum yfirleitt ekki til Íslands um jól  svo það er kannski pínu yfirdrifið að gera 6 sortir af konfekti og 4 sortir af smákökum, eins og var gert í fyrra (plús auðvitað ís og eftirrétti)! … Meira Jólakonfekt: hnetusmjörsbitar og döðlumolar

Snickerskaka

Til að taka af allan vafa; þetta er ekki hráfæðis Snickerskakan sem fór eins og eldur í sinu um internetið fyrir stuttu! Nei, þessi er eins djúsí og þær gerast og er ein af uppáhalds kökunum mínum til að setja á veisluborð eða bera fram sem eftirrétt. Snickers hefur alltaf verið ofarlega á listanum yfir uppáhalds … Meira Snickerskaka