Perubaka með súkkulaði og döðlum

Ég er svo heppin að húsinu sem ég bý í fylgir alveg ótrúlegur garður. Fyrir Íslending sem hefur aldrei ræktað neitt flóknara en kartöflur og rabbabara er þetta hreinlega eins og að búa í einhvers konar ævintýralandi. Hér vaxa ber og ávextir út um allan garð og í öðru af tveimur gróðurhúsum sem fylgja með … Meira Perubaka með súkkulaði og döðlum

Himnesk hafrakaka

Eins og glöggir lesendur hafa eflaust tekið eftir (!) hefur ekki verið mikið um nýtt efni síðustu mánuði. Er þar um að kenna persónulegum högum og atburðum en Anna er sko alls ekki farin úr eldhúsinu, ó sei sei nei. Og nú eru spennandi hlutir að gerast! Eldhúsið er nefnilega að stækka. Til viðbótar við færslurnar … Meira Himnesk hafrakaka

Þýsk rifsberjabaka (Träubleskuchen)

Þá erum við flutt og eldhúsið mitt farið að taka á sig mynd. Þessir fyrstu dagar í nýja húsnæðinu eru búnir að vera alveg yndislegir, hér er svo mikil ró og kyrrsæld og maður finnur alveg hvernig batteríin endurhlaðast á methraða, þrátt fyrir annir við að koma okkur fyrir. Annars erum við ekki komin lengra … Meira Þýsk rifsberjabaka (Träubleskuchen)

Mangóskyrterta

Verandi Íslendingar í útlöndum erum við skötuhjúin stundum spurð útí íslenskar matarvenjur og jafnvel beðin um sýnishorn. Við höfum boðið vinum upp á lambakjöt (slær alltaf í gegn), harðfisk (mjög misjafnar móttökur), íslenskt brennivín (allir til í eitt skot!) og flatkökur með hangikjöti, sem virðist einhverra hluta vegna ekki eiga upp á pallborðið hjá Dananum! … Meira Mangóskyrterta

Morgunverðarvaffla (sykurlaus)

Góður morgunverður er undistaða dagsins. Var það ekki einhvern vegin þannig?! Ég verð að viðurkenna að ég hef í gegnum tíðina ekki verið neitt sérstaklega dugleg að borða morgunmat en er þó farin að taka mig á í þeim efnum. Oftast er það hafragrautur eða rúgbrauð (danska útgáfan) með einhverju góðu ofaná (mæli með stöppuðu … Meira Morgunverðarvaffla (sykurlaus)

Vanilluhnútar

Ég var að kíkja aðeins yfir síðustu pósta frá mér og eiginlega bara brá þegar ég sá að ég hef ekki sett inn neitt bakkelsi frá því fyrir páska. Til að bæta úr því er best að smella inn uppskrift sem er guðdómlega góð með helgarkaffinu. Það vita allir að kanilsnúðar eru æðislegir. Mér finnst … Meira Vanilluhnútar

Bananadraumakaka

Nú er ég á leiðinni til Íslands í smá páskafrí og á örugglega ekki eftir að hafa tíma til að sinna blogginu næstu dagana, bara svo þið vitið af því! Eitt af því sem ég hlakka mikið til að gera í þessari ferð, svona fyrir utan að fá mér Malt og Appelsín í páskaumbúðum, er … Meira Bananadraumakaka

Dísarkakan (glúten- og mjólkurlaus)

Ok, horfið á þessa mynd og segið mér að þetta sé ekki girnileg súkkulaðikaka! Ef þessi póstur væri myndalaus og ég segði ykkur að ég hefði búið til súkkulaðiköku úr rauðrófum og krem úr avocado myndu margir setja upp svip og bíða eftir næstu djúsí bombu. En sjáið hana bara, þetta er ótrúlega mjúk, blaut … Meira Dísarkakan (glúten- og mjólkurlaus)

Pulsuhorn

Ég hef stundum tekið að mér að baka fyrir vinafólk og þegar vinkona mín bað mig um að sjá um barnahlutann af veitingunum fyrir skírnarveislu þá vorum við ekki lengi að ákveða að pulsuhorn yrðu að vera á veitingalistanum. Pulsuhorn eru nefnilega eitt af því vinsælasta í barnaafmælum hérna í Danmörku (og reyndar öllum veislum … Meira Pulsuhorn