Himnesk hafrakaka

Eins og glöggir lesendur hafa eflaust tekið eftir (!) hefur ekki verið mikið um nýtt efni síðustu mánuði. Er þar um að kenna persónulegum högum og atburðum en Anna er sko alls ekki farin úr eldhúsinu, ó sei sei nei. Og nú eru spennandi hlutir að gerast! Eldhúsið er nefnilega að stækka. Til viðbótar við færslurnar … Meira Himnesk hafrakaka

Þýsk rifsberjabaka (Träubleskuchen)

Þá erum við flutt og eldhúsið mitt farið að taka á sig mynd. Þessir fyrstu dagar í nýja húsnæðinu eru búnir að vera alveg yndislegir, hér er svo mikil ró og kyrrsæld og maður finnur alveg hvernig batteríin endurhlaðast á methraða, þrátt fyrir annir við að koma okkur fyrir. Annars erum við ekki komin lengra … Meira Þýsk rifsberjabaka (Träubleskuchen)

Mangóskyrterta

Verandi Íslendingar í útlöndum erum við skötuhjúin stundum spurð útí íslenskar matarvenjur og jafnvel beðin um sýnishorn. Við höfum boðið vinum upp á lambakjöt (slær alltaf í gegn), harðfisk (mjög misjafnar móttökur), íslenskt brennivín (allir til í eitt skot!) og flatkökur með hangikjöti, sem virðist einhverra hluta vegna ekki eiga upp á pallborðið hjá Dananum! … Meira Mangóskyrterta

Bananadraumakaka

Nú er ég á leiðinni til Íslands í smá páskafrí og á örugglega ekki eftir að hafa tíma til að sinna blogginu næstu dagana, bara svo þið vitið af því! Eitt af því sem ég hlakka mikið til að gera í þessari ferð, svona fyrir utan að fá mér Malt og Appelsín í páskaumbúðum, er … Meira Bananadraumakaka

Dísarkakan (glúten- og mjólkurlaus)

Ok, horfið á þessa mynd og segið mér að þetta sé ekki girnileg súkkulaðikaka! Ef þessi póstur væri myndalaus og ég segði ykkur að ég hefði búið til súkkulaðiköku úr rauðrófum og krem úr avocado myndu margir setja upp svip og bíða eftir næstu djúsí bombu. En sjáið hana bara, þetta er ótrúlega mjúk, blaut … Meira Dísarkakan (glúten- og mjólkurlaus)

Snickerskaka

Til að taka af allan vafa; þetta er ekki hráfæðis Snickerskakan sem fór eins og eldur í sinu um internetið fyrir stuttu! Nei, þessi er eins djúsí og þær gerast og er ein af uppáhalds kökunum mínum til að setja á veisluborð eða bera fram sem eftirrétt. Snickers hefur alltaf verið ofarlega á listanum yfir uppáhalds … Meira Snickerskaka

Súkkulaðibitakaka (hveiti- og sykurlaus)

Hvað ef ég segi ykkur að ég hafi bakað köku sem er ekki bara hveitilaus, heldur líka sykurlaus?! Jább, mér finnst nefnilega að allir bakarar eigi að eiga að minnsta kosti eina uppskrift sem þeir geta skellt í fyrir ‘vandræðaliðið’, þið vitið, þessa sem eru á LKL eða búnir að kötta út allan sykur og … Meira Súkkulaðibitakaka (hveiti- og sykurlaus)

Molakaka með berjum

Mér finnst það sem heitir á ensku ‘crumb-cake’ vera alveg dásamleg snilld! Þetta er kaka í tveimur lögum og dregur nafn sitt af efra laginu sem gert er úr deigmolum sem verða gylltir og stökkir við baksturinn og skapa andstæðu við mjúkan botninn. Þess vegna hef ég ákveðið að kalla þessa köku ‘Molaköku’ í mínum … Meira Molakaka með berjum