Eplabaka með kanilkaramellu

Bökur eru dásamlegar, finnst ykkur það ekki?! Hérna í nágrenninu er hellingur af ávaxtatrjám, bæði kirsuberja-, plómu- og eplatrjám. Þvílíkt himnaríki fyrir bökuunnendur! Kirsuberin eru komin vel á veg nú þegar og ekki langt í að það sé hægt að fara út í berjatínslugöngutúr og þá fáið þið alveg örugglega uppskrift að kirsuberjaböku, ó hvað … Meira Eplabaka með kanilkaramellu

Sítrónuostakaka með möndlubotni, kókosmarengs og hvítri karamellusósu

Eins gaman og mér þykir að baka og dunda mér í eldhúsinu þá er ég líka stundum löt. Um daginn greip ég með mér svona frosna ostaköku úti í búð: Hún var svosem ágæt en hún gerði voða lítið annað fyrir mig en að minna mig á hvað það var orðið langt síðan ég hef gert … Meira Sítrónuostakaka með möndlubotni, kókosmarengs og hvítri karamellusósu

Appelsínumassarína

Þegar kemur að marsipan notkun og neyslu held ég að Danir hljóti að eiga einhvers konar met, sem er kannski skiljanlegt með Odense marsipanverksmiðjuna í bakgarðinum. Um jól og páska er borðað marsipan konfekt og kransakökur og marsipantertur eru bornar á veisluborð við fínustu tilefni. En það má nú alveg nota marsipan í hversdagsbaksturinn líka; … Meira Appelsínumassarína

Ljóskur með hindberjum og hvítu súkkulaði

Núorðið þekkja allir brownies kökur en hvað með blondies? Ef þú hefur ekki kynnst þeim ennþá áttu mikið eftir! Blondies, eða ljóskur eins og mætti kalla þetta á íslensku, eru náskyldar brownies (og hétu upphaflega ‘blond brownies’); báðar eru bakaðar í stóru, ferköntuðu formi og skornar í bita en í staðinn fyrir kakó/súkkulaðibragð byggist ljóskubragðið … Meira Ljóskur með hindberjum og hvítu súkkulaði

Krydduð gulrótarkaka

Við fengum dásamlega en allt of stutta heimsókn um daginn frá mágkonu minni og svila á leið þeirra til Þýskalands. Auðvitað var þeim boðið upp á heimabakað með kvöldkaffinu og þar sem ég átti helling af gulrótum í grænmetisskúffunni varð uppáhalds gulrótarkakan mín fyrir valinu. Þessi kaka er krydduð og svolítið þung en um leið … Meira Krydduð gulrótarkaka

Ferskjukaka á hvolfi

Eitt af því góða við að búa í Danmörku er úrvalið af ferskum ávöxtum og grænmeti. Á sumrin springa ávaxtadeildir matvöruverslananna út, og ég meina bókstaflega út, því flestar verslanir stilla upp ávaxtavögnum fyrir utan innganginn þar sem sætur ilmur og litagleði lokkar mann til að kaupa alls konar góðgæti. Einn af uppáhalds ávöxtum sambýlingsins … Meira Ferskjukaka á hvolfi

Lúxus hnetukaka

Jæja, er ekki kominn tími á  köku eftir alla hollustuna í síðustu viku?! Ég fór á hitting með nokkrum hressum íslenskum stelpum í gær. Við kynntumst fyrst í gegnum grúppu á Facebook þegar við ákváðum að hittast saman og steikja kleinur. Það var stórskemmtilegur dagur; hópurinn náði vel saman og hefur hist nokkrum sinnum upp … Meira Lúxus hnetukaka

Bolludagsbomban

Bolludagurinn nálgast. Danir eru með aðeins aðra nálgun á þennan dag en við Íslendingar, því þó bolludagsátið sé farið að læða sér aðeins framar í dagatalið á Íslandi eru íslenskir bakarar ekki með tærnar þar sem markaðsframsæknir kollegar þeirra í Danmörku eru með hælana. Hér var nefnilega byrjað að selja fastelavnsboller í öllum verslunum í … Meira Bolludagsbomban